18.12.2007 | 20:20
Sterkur stuðningur við gamla ríkið.
Samkvæmt skoðanakönnun sem fór fram á þessari síðu og almennri umræðu á Seyðisfirði og í bloggsamfélaginu er mikill vilji almennings til að Gamla húsinu, sem hýsti vínbúð Ausurlands um árabil verði sýndur fullur sómi og húsið endurbætt.
Flestir vilja að þar verði vínbúð á ný og vitað er að stærð hússins býður upp á að þar verði jafnframt önnur starfsemi.
Margir hafa nefnt að þetta sé upplagt sem safn og benda á að í húsinu eru nú elstu verslunarinnréttingar á Íslandi, sem hafa þvi mikið menningarsögulegt gildi.
Ýmsir hafa bent á að þar geti verið verslun eða veitingasala. Þá gæti farið vel að hafa þarna upplýsingamiðstöð og efri hæð hússins mætti vel nýta sem íbúð, svo eitthvað sé nefnt.
Verkefnið um Aldamótabæinn á Seyðisfirði hefur tekist vel, en þó að það verkefni hafi fengið góðan hljómgrunn og orðið gríðarleg lyftistöng fyrir bæjarfélagið, er þessu verkefni er alls ekki lokið. Það er enn í þróun og vinnslu. Endurgerð á "Gamla ríkinu" gæti vel fallið að þessu verkefni og er það mín von að við finnum í sameiningu leið til að finna þessu húsi hlutverk í okkar gamalgróna bæ.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafa þetta bara áfram sem ríki...ríkissafn sem gæti verið tengt lögregluminjasafinu....og settar á öðru hvoru sýningar...það er ölvað fólk með læti við ríkið og svo kemur Sjonni safnvörður af lögregluminjasafninu og bjargar málunum,
Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 01:45
Frábær hugmynd. Svona löggugerningar á safni! Uppákomur, hehemm, eða þannig.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.