Sterkur stuðningur við gamla ríkið.

seyðisfjörðurSamkvæmt skoðanakönnun sem fór fram á þessari síðu og almennri umræðu á Seyðisfirði og í bloggsamfélaginu er mikill vilji almennings til að Gamla húsinu, sem hýsti vínbúð Ausurlands um árabil verði sýndur fullur sómi og húsið endurbætt.

Flestir vilja að þar verði vínbúð á ný og vitað er að stærð hússins býður upp á að þar verði jafnframt önnur starfsemi.

Margir hafa nefnt að þetta sé upplagt sem safn og benda á að í húsinu eru nú elstu verslunarinnréttingar á Íslandi, sem hafa þvi mikið menningarsögulegt gildi. 

Ýmsir hafa bent á að þar geti verið verslun eða veitingasala.  Þá gæti farið vel að hafa þarna upplýsingamiðstöð og efri hæð hússins mætti vel nýta sem íbúð, svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnið um Aldamótabæinn á Seyðisfirði hefur tekist vel, en þó að það verkefni hafi fengið góðan hljómgrunn og orðið gríðarleg lyftistöng fyrir bæjarfélagið,  er þessu verkefni er alls ekki lokið. Það er enn í þróun og vinnslu.  Endurgerð á "Gamla ríkinu" gæti vel fallið að þessu verkefni og er það mín von að við finnum í sameiningu leið til að finna þessu húsi hlutverk í okkar gamalgróna bæ.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hafa þetta bara áfram sem ríki...ríkissafn sem gæti verið tengt lögregluminjasafinu....og settar á öðru hvoru sýningar...það er ölvað fólk með læti við ríkið og svo kemur Sjonni safnvörður af lögregluminjasafninu og bjargar málunum,

Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 01:45

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábær hugmynd. Svona löggugerningar á safni!  Uppákomur, hehemm,  eða þannig.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband