Menningarstarf sem stóriðja?

Nei, varla verður menningarstarfsemi stóriðja. En hún getur haft jafnvel meiri þýðingu en stóriðja fyrir einstaka staði. Stóriðja er starfsemi sem gefur mörg störf og mikil umsvif, en er ekki sprottin af hefðum og menningu viðkomandi samfélags.

Á Seyðisfirði hefur verið byggð upp menningartengd ferðamennska.  Með bara alveg ágætum árangri.

Tækniminjasafn Austurlands er hluti af þessari starfsemi.  Það hefur aðsetur í gömlum húsum á Seyðisfirði. Eitt húsið var íbúðarhús norska Frumkvöðulsins Ottó Wathne, sem hóf síldarútveg til vegs og virðingar á Íslandi og byggði upp veldi sitt með rekstri kaupskipa einnig. Í þessu húsi voru einnig aðalbækistöðvar Símans, en sem kunnugt er tók Ritsíminn land á Seyðisfirði.  Í öðru húsi sem safnið hefur til umráða var eitt sinn ein fyrsta vélsmiðjan sem byggði vélskip og þannig er safnið nátengt tækni og atvinnusögu lands.

Hér er svo sýnishorn af heimasíðu safnsins, tekmus.is:

"Meðal menningarbygginga sem Tækniminjasafnið varðveitir og hefur umsjón með er Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar sem síðar varð Vélsmiðja Seyðisfjarðar. Vjelasmiðjan var stofnuð 1907 og varð brátt öflugt fyrirtæki á landsvísu. Árið 1918 var hún stækkuð til muna og bættist þá við málmbræðsla þar sem framleidd voru m.a línuspil og alls kyns varahlutir í bátavélar. Vélsmiðja Seyðisfjarðar hóf stálskipasmíði árið 1967, en starfsemi fyrirtækisins lagðist af 1993."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband