Um ævintýramaninn frá Seyðisfirði, Karl Einarsson.

Hinn 6. maí 1897 fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð Karl Kerúlf Einarsson, sem fæddur var Magnússon.

Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til Þórshafnar í Færeyjum. Innan við tvítugt var hann sendur til Kaupmannahafnar til verslunarnáms. Karl afréð fljótlega að taka aðra stefnu og hélt með saltfiskskipi til Spánar í leit að ævintýrum.

Þar með var ævinbrautin mörkuð. Ævintýr og ólíkindi urðu hans leiðarljós.

Hann bjó um tíma í Brussel og nefndist þar Dr Cooper sem tók að sér að leysa öll vandamál viðskiptalífs, hjúskapar heilsu og hHeimilisaðstæðna.

Þessi einstaki maður var upphafinn yfir hversdagsleikann og vildi færa öðrum brot úr sínum heimi sem var veröld draumfara og ævintýra.

Einn persónuleiki hans var doktor Emarson sem stofnaði alþjóðlega leiðbeingastöð "Institut Psycho Astral".  sem skömmu síðar varð Tao studio prófessors Valentínusar.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband