Stöðvum kattapláguna.

Núna er mikil umræða um reglur um kattahald víða um land. Í Kópavogi á að banna lausagöngu katta alfarið og mjög víða um land eru menn afar þreyttir á kattaplágunni. Kettir eru miklir skaðvaldar eins og flesti skynsamir menn vita vel.  Þeir ráðast á fugla og tortíma undum í stórum stíl. Þeir eru helsti óvinur músastofnsins, þeas íslensku hagamúsarinnar sem víða er í útrýmingarhættu. Eins og alkunna er þá eyðileggja kettir viðarhúsgögn og bólstraða stóla í stórum stíl, þegar þessi grey þjóna eðli sinu og brýna klærnar í viðarhúsgögnum, púðum og sessum. Það nýjasta í langri röð skaðsemi kattanna er að þeir brýna nú klærnar í sjónvarpsloftnetum.  Talið er að það sem valdi þessu sé þvagsjúkdómur sem hrjáir hrafnastofninn og kettirinir laðast að. 

Það er því enn brýnna en áður. Bönnum lausagöngu katta.

katti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bölvað gelt er þetta í þér. Hvað á að segja við kettina. Mjá, mjá og mjááááá...?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.9.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bönnum lausagöngu manna, þeir ráðast á fugla, fiska, refi, minka, hreindýr, hross, kýr, kindur og já, jafnvel hunda og ketti, hver annan og sjálfa sig.

Þeir valda tjóni á bílum, húsum, götum, trjám og öðrum gróðri, vegum og yfirleitt öllu sem þeir nálgast.

Þeir tala mannamál, en hlusta ekki.....en kannski myndu þeir hlusta á ketti.

Haraldur Davíðsson, 28.9.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 134016

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband