Færsluflokkur: Íþróttir

Alltaf í boltanum.

- Ég ætla bara að minna menn á að tippa í sitt lið og merkja miðann félagsnúmer 710 þá rennur áheitið á góðan stað, þeas Huginn.

-  Í íslenska boltanum gerðust þau tíðindi í vikunni að ÍA féll í 1. deild.  Ég er þess fullviss að liðið kemur margeflt upp í Landsbankadeild sumarið 2010 og verður í toppbaráttunni.

- Landsbankadeildin hefur verið mögnuð í sumar og virkilega gaman að sjá mitt uppáhaldslið, Keflavík, blómstra og þeir eiga möguleika á að tryggja sér titil í leik gegn FH á sunnudaginn.

- En hverfum næst til minna manna í Englandi,  Leeds United.  Þeir eiga erfiðan leik á morgun gegn Carisle á morgun.  Þessi lið eru í baráttunni í tiltekinni deild núna,  en hafa átt misjöfnu gengi að fagna um dagana.  Það er skemmtileg staðreynd að síðast þegar Leeds vann Englandsmeistara titilinn, árið 1992,  þá lenti Carlisle í neðsta sæti í 4. deild, sem sagt neðstu deld.

vinnie jones-   Að lokum vil ég minnast á einn leikmann sem lék með Leeds united 1989 til 1990, þegar liðið var í næst efstu deild.  Hann var mikill keppnismaður og "setti svip á bæinn", eins og sagt er.  Hann þoldi til dæmis ekki að missa leikmann fram hjá sér og uppskar þá oft rautt eða í besta falli gult spjald að launum.  Myndin sem prýðir þessa grein sýnir einmitt hve mikið keppnisskap Vinnie Jones var og er.  Þess má geta að hann hefur seinni árin getið sér gott orð sem kvikmyndaleikari.

Góða helgi. 

 

 


Huginn - Hvöt á morgun

Úrslitakeppni 3. deildar hefst á morgun. Huginn á Seyðisfirði er í úrslitum að þessu sinni og mun eiga við Hvöt frá Blönduósi. Hvatarmenn eru með þvílíkt hörkulið að sjálfur Grettir Ásmundarson hefði ekki gert betur. Vörnin er svo góð að jafnvel sjálfur Steini á Reykjum og Haukur á Haugi hefðu verið fullsæmdir af. Þarna eru framherjar sem fara langt í að jafnast á við Rabba Rikk, þannig að maður býst við stórleik.

Huginn er með nokkra Dani og einnig mun hann Ljubisa spila með liðinu, þannig að þetta getur varla orðið annað en gaman.

Mætum! 


Leiknir Fáskrúðsfirði FC.

huginsmúsLeiknir á Fáskrúðsfirði er afar metnaðarfullt 3. deildar lið. Þeir eru bara að fara þráðbeint upp í 2. deild kallarnir. Svei mér þá!  Á Fáskrúðsfirði hefur lengi verið mikill knattspyrnuáhugi og núna er markið sett hátt. Það  er leikur á Seyðisfirði í dag og er hópur Leiknis þannig skipaður samkvæmt heimasíðu félagsins: "Óðinn, Viðar, Vilberg, Hilmar, Kenan, Adnan, Stephen, Paulius, Roc, Jói, Guðni, Baldur, Ellert, Blaz, David og Maggi Andrésar.  Meiddir eða ekki klárir: Edin, Marinó, Egill, Halli, Vignir, Konni, Björgólfur og Bergvin".

Þannig að í liðinu í dag eru 8 útlendingar og í hópnum í dag eru 7 þeirra. Það er því afar líklegt að þegar stuðningsmenn Hugins á Seyðisfirði kalla; "Áfram Huginn" viti meiri hluti andstæðinganna ekkert um hvort verið er að hvetja annað liðið eða hrópa ókvæðisorð að þessum andskotans útlendingum allstaðar á Íslandi í dag.

Ég held þó að þetta óvenjuháa hlutfall útlendinga hjá Leikni sé ekki Íslandsmet í þeim efnum. Trúlega á Leiftur Ólafsfirði það ennþá, en þeir voru að keppa í efstudeild og Evrópukeppni, en ekki í 3. deild á Íslandi á þeim tíma.

En væntanlega gæti leikur Leiknis við Huginn orðið leikur kattarins að músinni. Allavega setti ég músina mína í Huginsgalla í morgun til vonar og vara.

En samt segi ég: Áfram Huginn, Go, Go, Go!

 


Ættarmót Snúddanna

Í fyrrasumar var haldið ættarmót Snúddanna á Seyðisfirði.  Þetta var alveg meiriháttar ættarmót og margt skemmtilegt gerðist þar.

kunnáttuleysi Til dæmis var efnt til leikja eins og að hlaupa í skarðið. En sjáið myndina? Æ, æ, hann Svenni Skara kann ekki alveg reglurnar.

En þetta var bara gaman og svona á lífið að vera. Ef maður ætlar að skemmta sér þá þarf bara að breyta reglunum aðeins og það virkar betur.


Knattspyrnulið Hugins

Huginn SeyðisfirðiVegna þess að nú er að hefjast knattspyrnutímabilið er ekki úr vegi að skrifa nokkur orð um knattspyrnulið bæjarins. Huginn.

Huginn stendur á gömlum merg og er sterk knattspyrnuhefð í bænum. Margir kunnir knattspyrnumenn hafa leikið með liðinu, svo sem Þorvaldur Jóhannsson, Adolf Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

Á þessari mynd etja hinir gulklæddu Huginsmenn kappi við ÍR.

Á myndinni má sjá markvörðinn Jón Kolbein Guðjónsson, Símon Ólafsson, Sveinbjörn Jónasson og Tómas Emilsson.

- Það er svo ágæt getraun fyrir ókunnuga að velta fyrir sér hver þeirra hafi náð langt í keppninni um Herra Ísland.


Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband