Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samstaða um jarðgöng!

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti ályktun um gangagerð á fundi sínum í gær.  Var hún samþykkt einróma og fylgdi henni greinargerð til skýringar.

Það er skoðun bæjarstjórnar og ég leyfi mér að segja allra bæjarbúa,  að mjög brýnt sé fyrir Seyðisfjörð að fá örugga tengingu við íslenska vegakerfið sem fyrst með jarðgöngum,  hvort sem bein tenging við Hérað verður fyrir valinu eða önnur leið.

Ég leyf mér að setja hér inn frétt sfk.is af fundinum.

 

Jarðgangamál rædd í bæjarstjórn
fimmtudagur, 18 september 2008

Oddvitar flokkanna í bæjarstjórn lögðu fram svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn Seyðisfjarðar á bæjarstjórnarfundi í gær:  “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.”   Smellið á nánar til þess að lesa greinargerðina sem lögð var fram með tillögunni.

Greinargerð með tillögu:
Þjóðvegurinn frá Seyðisfirði til Egilsstaða er 27 km langur, en liggur hæst í meira en 600 metrum yfir sjávarmáli, hærra en nokkur annar vegur,  sem er eina vegasamband þéttbýliskjarna á Íslandi við nágrannana.

Vegurinn er eina samgönguleið Seyðfirðinga landleiðis og skiptir því gríðarlega miklu máli að hann sé greiðfær allt árið um kring. Í áratugi hefur hann þjónað þeirri miklu umferð sem skapast hefur með bílferjunni Norrænu. Með lengingu á árlegu siglingatímabili  ferjunnar kemur enn betur í ljós hversu mikill farartálmi Fjarðarheiðin er. Jafnvel þótt á björtum sumardegi sé, er vegurinn varasamur, hvað þá þegar færð spillist og hálka, snjór og skafbyljir bætist við.

Seyðfirðingar hafa lengi þrýst á að gerð verði jarðgöng til staðarins.  Hugmyndir um bestu framkvæmd þess verks hafa verið breytilegar í áranna rás, nú síðast stórhuga tenging  þéttbýliskjarna Mið-Austurlands með jarðgöngum allt frá Eskifirði um firði til Héraðs, kynnt undir vinnuheitinu “Samgöng”. Það hefur verið sannfæring okkar og er ennþá  að slík mannvirkjagerð væri hagkvæmari öll í einu lagi frekar en hver jarðgöng ein og ein. 
Erfitt virðist vera að afla svo stórhuga framkvæmd fylgis í einum áfanga.

Áratuga stórhuga barátta Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum hefur litlu skilað. Seyðfirðingar hafa sýnt öðrum jarðgangaframkvæmdum í landinu mikinn skilning og staðið heilshugar að baki þeim. Nú er einfaldlega komið að Seyðfirðingum. Við óbreytt ástand í samgöngumálum geta Seyðfirðingar ekki lengur við  búið.

Tillagan er framlögð af oddvitum beggja flokka í bæjarstjórn.
Ólafur Hr. Sigurðsson
Vilhjálmur Jónsson.

Tillagan samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


Seyðisfjörður: Mikill áhugi á sameiningu við annað sveitarfélag.

Í skoðunarkönnun sem verið hefur í gangi á þessari síðu kom í ljós að um 70 % vilja að Seyðisfjörður leiti sameiningar við annað sveitarfélag.  Þar af vilja 40% sameiningarviðræður strax en hin 30 prósentin vilja stefna að sameiningu, en ekki við núverandi samgönguaðstæður bæjarins.

sun_in_tree 


Steingrímur er umboðslaus!

Steingrímur Sigfússon er þegar öllu er á botninn hvolft umboðslaus í afstöðu sinni til Evrópusambandsmála.

Vinstrisinnar alls staðar í Evrópu eru Evrópusinnar.

Félagshyggjufólk alls staðar um lönd leggst harkalega gegn gríðarlegu arðráni sem getur verið í formi síendutekninna gengisfellinga og okurvaxta á Íslandi.

ríkur

Þegar hann segir að Ingibjörg hafi ekki umboð í málefnum Evrópusamstarfs hittir hann sjálfan sig fyrir.

Málið er að hann einn og lítil klíka hefur bitið í sig að vera á móti Evrópusamstarfi.

Samfylkingin hefur efnt til umræðu um málið og almennrar atkvæðagreiðslu um málið.

Samkvæmt skoðanakönnunum er sístækkandi hluti stuðningsmanna vinstri grænna Evrópusinnar.

Þannig að segja má að Steingrímur sjálfur sé umboðslaus. 

 


Bílferjan Norröna og tollþjónusta.

norrönaÞessi mynd er tekin í febrúar 2006 á Seyðisfirði. Bílferjan Norröna, sem hér sést siglir árið um kring til Seyðisfjarðar.

Millilandaflug um Egilstaðaflugvöll hefur stóraukist seinni árin, einkum vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi.  Nú í sumar er Iceland Express búið að setja Egilsstaði í áætlunarkerfi sitt.

Árið 2005 fóru 43.461 manns í gegnum tollinn hjá embætti Sýslumanns á Seyðisfirði og síðan hefur ferðamannstraumurinn enn aukist.

Magn fíkniefna sem náðst hefur er umtalsvert og hefur vakið mikla athygli.

Þrátt fyrir þessi miklu verkefni hefur ekki fengist heimild fyrir fleiri föstum stöðum í tollþjónustu embættisins.

Það er einn tollari sem er ráðinn að þessu verkefni.  Hann hefur sér til aðstoðar lögregluþjóna og starfsmenna annarra embætta.  Málafjöldi hjá embættinu vegna tollalagabrota skiptir hundruðum,  eins og sjá má hér:

http://logreglan.is/upload/files/%C1rssk%FDrsla2005.pdf

 


Hugleiðing um útrásina .....

Í umræðu liðinna ára hefur orðið útrásin verið sveipuð dýrðarljóma. Útrásin er tákn um auðfenginn gróða íslenskra fyrirtækja. "Við Íslendingar erum svo góðir í að reka verslanir í Danmörku og Englandi". Bíddu við hvað eru mörg ár síðan Íslenskir neytendur fóru til þessara landa gagngert til að kaupa skó og buxur? - En það er önnur saga.

En útrásin felst líka í því að iðnfyrirtæki eru með starfsemi í mörgum löndum og vinna vöru þar sem það er hagkvæmast hverju sinni. Til dæmis þar sem kaupgjald, skattaumhverfi og fleira er hagkvæmast. Þetta er þróunin víða, ekki satt?

Á síðustu árum hefur íselnskur vinnumarkaður verið opnaður fyrir erlendu farandverkafólki.  Þetta er gert til að minnka "þensluáhrif umframeftirspurnar á vinnuafli" eða á maður kannski að segja að til að halda niðri kaupgjaldi verkafólks?

Allir erlendu verkamennirnir í fiskinum og á spítulunum síðustu árin eru þar vegna þess að það fást ekki íslendingar til að vinna þessi störf!  Þetta er satt,  en vantar ekki seinni hluta málsgreinarinnar? - Á þeim launum sem hægt er að bjóða fólki frá Tælandi, Póllandi og mörgum örðum löndum.

Flestir Íslendingar,  sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu,  eru það vegna þess að þá missum við sjávarútveginn úr okkar höndum.  Stöndum við Íslendingar sem sagt vörð um hagsmuni íslenskra Útvegsbænda,  en ekki íslensks verkafólks? 

Eða er ég kannski að misskilja allt málið? 

 


Þjónusta á Fjarðarheiði

Nú síðdegis í dag átti ég leið yfir Fjarðarheiði. Þetta þykir nú ekki tiltökumál, enda aðeins 27 km til Egilsstaða, sem er helsta þjónustumiðstöð Austurlands.

Ég tel mig fremur löghlýðinn borgara, og er því kominn á sumardekk.

En færðin yfir heiðina seinni partinn í dag var vægast sagt slæm. Það skóf yfir veginn víðst hvar á háheiðinni og þurfti að fara mjög varlega.  Enda ákvað ég að fara varlega, minnugur þess að það hafa verið svona 1-2 bílveltur á viku á heiðinni undanfarið. Sem betur fer hafa meiðsli á fólki ekki verið alvarleg í þessum slysum.

Ástandið þarna í dag var að það var mjög hált, snjókrapi og nánast þæfingsfærð á köflum. Ekki spurning að það var full þörf á að hafa plóginn á ferð til að ryðja mesta hroðanum af veginum.

Þegar ég kom í gsm samband þegar nálgaðist norðurfjallið, hringdi ég í Vegagerðina til að láta þá vita. Ég fékk samband við ágætan mann hjá neyðarnúmeri þeirra og tjáði hann mér að vegurinn hefði verið orðinn auður um miðjan daginn og því hefði þjónustu verið hætt.

Ég sagði honum að ég teldi að nú væri þegar í stað þörf á að hefja þjónustu á veginum að nýju og vegurinn væri stórhættulegur, einkum vegna þess að þegar svona hret kemur seint á vori eru menn almennt komnir á sumardekk.

Ég verð að segja að mér finnst afar oft sem þjónustan á Fjarðarheiði sé óforsvaranleg.  Það er eins og Samgönguyfirvöld yelji eftir sér að gera svipaðar öryggiskröfur þar og annars staðar á landinu.

Hvenær er sandað í hálku á heiðinni? Af hverju eru ekki vegrið á heiðinni þar sem hátt er fram af? Gera menn sér grein fyrir að þarna gfara um ferðamenn sem koma með Norrönu allt árið, mest erlendir menn sem vita ekki hvað snjór er?

Hvernig er hægt að hætt þjónustu upp úr 8 á kvöldin? Er eðlilegt að takmarka ferðafrelsi með þessum hætti?

Í raun er ekki hægt að þola þetta helsi til lengdar og ekkert vit í öðru en að gera göng undir Fjarðarheiði og tengingu Mið -Austurlands með Samgöngum að forgangsatriði í samgöngumálum landsins. Það er mín skoðun allavegana!


Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband