Færsluflokkur: Bloggar

Úr einu í annað.

Það er búið að vera mikið um að vera undanfarna daga og ekki vantar umræðuefnin í kaffistofum og eldhúskrókum landsins.

Efst á baugi er borgarpólítíkin, auðvitað.  Alveg ótrúleg atburðarrás, sem virðist hafa byggst á því láta í veðri vaka við Ólaf Magnússon að VG og sjálfstæðismenn væru að fara saman og þess vegna yrði hann að koma strax í samstarf við þá. Svo mikið lá honum á að honum gafst ekki tími til að athuga hvort flokkurinn hans væri smana sinnis og hann sjálfur.  Sem reynist svo ekki vera og í dag liggur ekki fyrir hve lengi þessi meirihluti getur haldið völdum.

Mér virðist þetta vera frumhlaup hjá Ólafi og athygli mína vakti hve harmi slegnir "bakverðir" Vilhjálms voru á blaðamannafundinum.

Svo eru fötin hans Björns og hinna framsóknarmannanna. Einhver á mínum vinnustað kallaði framsóknarflokkinn framsóknarflottinn. Mismæli, en einnig sannmæli?  Ég held að jólakveðja Guðjóns sem var trúnaðarmál sent 2000 flokksmönnum hljóti að teljast ægilega heimskulegt mál. Kannski ekki æskilegt að fata upp frambjóðendur, en ætli það megi ekki finna annað eins hjá öðrum flokkum, ef grannt væri skoðað. Björn Ingi á mína samúð í þessu máli, og ég vona að menn læri aðeins á þessu.

Skipun dómara er enn til umræðu. Ég skil ekki hvernig heill stjórnmálaflokkur getur varið svona gjörð! Flokkur sem hefur gagnrýnt alræðistilburði austantjalds áratugum saman og talað um spillinguna í ríkisvæðingunni. Kannski er þetta gert til að sýna spillinguna í framkvæmd?

Þorrablót í uppsiglingu á Seyðisfirði. Já í uppsiglingu segi ég, því að nú er blótið búið að sprengja utan af sér Félagsheimilið og þattaka vel á 5. hundrað manns. Íþróttahúsið í bænum verður notað fyrir samkomuna.

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar fær svo skamm skamm vikunnar. Þeir héldu sitt þorrablót viku fyrir bóndadag og hvað segir maður um svona lagað. Þetta heitir bráðræði og sæmir ekki sönnum karlmönnum.

Bless að sinni og hó hó. Það er klárt. 


Pólítíkin

Pólítikin er ljúfur leikur

mig langar í besta takið

Læknirinn ekki verður veikur,

Villi minn passaðu bakið! 

 

 


mbl.is Allt upp á borð varðandi REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber Heimasíða hökkuð!!

Nú í kvöld var heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar hökkuð.

Þetta er gríðarlega slæmt því að mjög margir nota síðuna til að nálgast ýmsar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins.

Þarna má nálgast upplýsingar um öll símanúmer og netföng starfsmanna bæjarins, opnunartíma bæjarskrifstofu, íþróttahúss, sundhallar, skíðasvæðis, bókasafns og hafnarskrifstofu.

Allar upplýsinar fyrir ferðamenn um gistingu veitingar, opnunartíma verslana, söfn, áætlanabifreiðar, ferjuna, hjóla og bátaleigu, golfvöllinn og veiði í Fjarðará og gönguleiðir.

Þarna er líka að finna upplýsingar um gjaldskrá stofnana bæjarins og ýmsar upplýsingar sem fólk þarf sem er að skoða möguleika á að flytja til bæjarins.

HACKED_1

En þessar upplýsingar eru sem sagt ekki aðgengilegar núna, vegna þess að einhver Tyrki hakkaði síðuna.  Spælandi!

 


Janúar

Janúar er mánuður karlmennskunnar.

Þá er gott að vera í síðum ullarnærbuxum,

taka í nefið og

fara í húsin og gefa eða að umstafla saltfiski

og koma svo inn og fá sér vel heitt kaffi.

Í janúar borðar þorri manna hákarl, svið og punga,

drekkur brennivín

og horfir á dánlódaðar myndir í fartölvu.

Fyrir mér er janúar er gamaldags mánuður,

án hugljúfra minninga.

 


Blessuð sé minning hans.

Hann var frábær skákmaður og með framkomu sinni í heimstmeistaraeinvíginu á Íslandi fékk hann meiri hluta íslensku þjóðarinnar til að halda með Rússa!
mbl.is Bobby Fischer látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð fyrir vatnsréttindi.

Allt bendir til að verð fyrir vatnsréttindi muni hækka í framtíðinni.

 

fljótsdalurinn

Undanfarna daga hafa fréttir borist af málarekstri landeigeda á Fljótsdalshéraði vegna greiðslna fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar.  Úrskurðarnefnd kvað upp úr með tilteknar bætur vegna eignarnámsbóta fyrir vatnsréttindi í sumar.  Margir landeigendur hafa síðan ákveðið að sætta sig ekki við þá niðurstöðu, heldur sækja rétt sinn fyrir dómstólum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli, en rætt er um að greiðslur fyrir vatnsréttindi séu mun hærri í Evrópu, eins og til dæmis Noregi en hér hefur verið.

Með markaðsvæðingu og auknu frjálsræði í orkugeiranum er þetta að breytast hér, þó að við höfum ekki beinan aðgang að orkumarkaðnum í Evrópu, eins og Norðmenn, af landfræðilegum ástæðum.

Það er tilkoma smávirkjana, meðal annars, sem á sinn átt í að setja önnur viðmið í verði á vatnsréttindum hér.

fjarðaráÍ viðtali við Jón Jónsson lögmann landeigenda vísaði hann til þess verðs sem Seyðisfjarðarkaupstaður fær fyrir vatnsréttindi Fjarðarárvirkjunar. Sú upphæð, sem er 10% af heildartekjum virkjunarinnar er sú lang hæsta sem heyrst hefur um fyrir vatnsréttindi á Íslandi.

Manni verður hugsað til málflutnings ýmissa spekinga fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, en þá sagði forystumaður sjálfstæðisflokksins að það mætti alls ekki gefa helstu auðlind bæjarins fyrir smáaura.

Það er ánægjulegur viðsnúningur orðinn á skoðunum hans, en í ávarpi sínu nú um áramótin sagði hann að við myndum hafa mikinn hag af virjuninni.

Nánar tilgreint sagði hann: (Heimild; seydisfjordur.is)   

Atvinnuástand á staðnum hefur verið gott og vegur þar talsvert, miklar framkvæmdir við virkjun Fjarðarár.  Þær framkvæmdir halda áfram af fullum krafti á næsta ári og er gaman að fylgjast með því hvernig þessu verki miðar nú fram.  Virkjunin er  stórt hagsmunamál fyrir okkur Seyðfirðinga og mín trú er sú að við eigum eftir að hafa mikinn hag af þessari virkjun þegar fram líða stundir

Sem sagt. Eftir kosningar varð svo virkjunin bara hið besta mál.

 


Enga minnimáttarkennd núna!

Nú er kominn tími til að við skiljum minnimáttarkendina eftir heima!  Við erum með hörkulið í þessari keppni og höfum aldrei verið með nálægt því svona góðan hóp. Ég hef tröllatrú á Alfreð og hef aðeins áhyggjur af því að menn fari að hugsa um að Íslendingar súe 360.000 talsins og þess vegna sé eðlilegt að við töpum fyrir fjölmennari þjóðum.

Nú þarf bara að sýna grimmd sjálfstraust og sóknarhug!  Enga miskunn og við eigum að vinna þetta mót.

Við erum með besta liðið á Norðurlöndum, um það þarf ekki að efast og stöndum jafnfætis Þjóðverjum og Frökkum sem bestu lið Evrópu.

Liðsandinn á að gefa okkur forskotið sem við þurfum.

Og auðvitað óLafur Stefánsso, sem er frábær, jafnvel þótt hann sé meiddur.

 

 


mbl.is Ólafur tók ekki þátt á æfingu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skref í rétta átt.

Mér varð tíðrætt um málefni "Gamla Ríkisins" hér á þessum stað fyrir jólin.  Gamla ríkið úti á Hafnargötu er  einnig nefnt Imslandshús.  Nú í vikunni komu fulltrúar Minjaverndar og Fjármálaráðuneytisins hingað austur á Seyðisfjörð og það er verið að vinna að samningi þessara aðila um endurbætur á þessu húsi.  Ég gleðst yfir því.

Í dag,  laugardag opnar í Skaftfelli yfirlitssýning um Íslenska myndlist.  Búið er að kaupa betri búnað til kvikmyndsýninga í Félagsheimilið Herðubreið.  Seyðisfjarðarkaupstaður er að einnig að skoða möguleika á að koma upp góðri aðstöðu fyrir mótocross í Stafdal.  Þannig að óhætt er að segja að heimabærinn minn sæki fram á öllum vígstöðvum á menningarsviðinu. Þetta eru allt skref í rétta átt.  Þó vil ég segja að varðandi motocross braut,  þá þarf að huga að því að sú ágæta starfsemi valdi ekki spjöllum og truflun fyrir aðra.

Fréttir bárust líka af því að Blue Water er að fara að hefja vöruflutninga til Seyðisfjarðar með svokölluðu Ro Ro skipi og svo kemur Norrönan okkar eins og vorboði þegar nálgast apríl.

Fyrsta loðnan í marga mánuði barst til bræðslu í vikunni, sem er jákvætt, en mikil óvissa er um hvort við fáum almennilega vertíð.  Vonum hið besta.

 

snjókellurÉg lýk hér með þessu "pepp bloggi" fyrir Seyðfirðinga,  því þessa vikuna bárust óvenjumargar jákvæðar fréttir af mannlífi og bæjarmálum á Seyðisfirði.  Með von um að geta skrifað aftur svona jákvætt innslag fljótlega. 

 

 


Tifandi tímasprengja!

Ég fór í mikla glæfraför í gærkvöldi.  Skrapp á fund sem Samfylkingin hélt á Neskaupstað.  Fundurinn byrjaði kl. 20.00 en ég komst ekki af stað fyrr en kl. 18.50.  Fyrir vikið mættum við 25 mínútum of seint.  Leiðin milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar er rétt um 100 km og yfir 3 fjallvegi að fara. Bein loftlína er hins vegar 20 km milli þessara staða.  En sem sagt, ég missti að upphafi þessa frá bæra fundar í Egilsbúð.

Það var skemmtileg tilviljun, að þegar við komum í salinn var Kristján Möller samgönguráðherra að tala um Norðfjarðargöng, sem eru næsta jarðgangaframkvæmd á Austurlandi.  Vissulega brýn samgöngubót fyrir Norðfirðinga.  

En af hverju er þetta mikilvæg framkvæmd fyrir þá? Norðfjörður á allt undir bættum samgöngum, bæði atvinnurekstur og atvinnuþáttaka bæjarbúa. Fjöldi manns sækir vinnu yfir Oddskarð á hverjum degi. Leiðin liggur í yfir 600 m hæð yfir sjávarmáli og er eina landtengingin fyrir byggðarlagið við aðra bæi. Þess vegna eiga samgöngubætur fyrir Neskaupstað að vera forgangs verkefni!

Jarðgangatenging fyrir Seyðisfjörð á líka að vera forgangsmál. Nákvæmleg á sömu forsendum og það sem gildir fyrir Neskaupstað.

Ég minni á hugmyndir um að tengja Mið-Austurland með jarðgöngum og mynda öflugt byggðasvæði, sem getur snúið byggðaþróun á Austurlandi við.  Á síðasta ári fækkaði íbúum í öllum sveitarfélögum á Austurlandi nema einu. Það var Borgarfjörður eystri, en þar stóða íbúafjöldi í stað.

Það væri mikið til vinnandi að stórbæta búsetuskilyrði á Austurlandi með góðum samgöngum.

Mið Austurland er sá landshluti sem er verst settur á landinu í samgöngum. Hér eru margir byggðakjarnar á litlu svæði. Þeir eru aðskildir með háum og erfiðum fjallvegum.  Það er unnt að leysa þetta mál með einni framkvæmd.

Austfirðingar eru að snúa baki við hreppasjónamiðum. Stjórnmálamenn stefna að öflugri sveitarfélögum.  Austurland býður upp á mikla möguleika. 

Slæmar samgöngur eru eins og tifandi tímasprengja.  Aftengjum hana sem fyrst.  

 


Úrtökumót 2008,

Í dag hefst bridgemót á Seyðisfirði.

Þetta mót er sveitakeppni og er til að velja 4 sveitir sem öðlast rétt til að fara í íslandsmótið í sveitakeppni í bridge.

Við fengum leyfi hjá bæjarstjóra til að spila í svokölluðu ferjuhúsi, en það hús stendur við ferjubryggjuna og er notað til að afgreiða Norrönu og reyndar önnur skip sem koma til Seyðisfjarðar.

Mótið hefst í dg kl. 18.00 og lýkur seinni partinn á morgun, laugardag.

Vel á minnst, ferjan.  Það eru smá breytingar þar.  Ferjan hefur ekki siglt á Seyðisfjörð undanfarnar vikur.  Ekki er ljóst hvenær hún byrjar að sigla á Ísland aftur, en hún fer til Hamborgar í slipp til að láta laga stöðugleikabúnaðinn, sem skemmdist á siglingu í stórsjó milli Hjaltlands og Noregs um miðjan nóvember.

Hins vegar er búið að fá annað skip sem mun sigla til Íslands árið um kring og er það vöruflutningaskip.

Myndin sem fylgir þessari grein var tekin rétt hjá ferjuhúsinu.  Það er brú sem tengir uppfyllinguna þar sem höfnin er við Ölduna.  Fyrir innan þessa brú voru stórir steinar sem selir notuðu til að tylla sér á.  Ég tók þessa mynd fyrir 2 árum.  Nú er búið að taka þessa steina og selirnir sjást ekki í nýja lóninu lengur.

IMG_1550


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband