Færsluflokkur: Bloggar
15.5.2008 | 21:42
Opnun "á Seyði"
Nú um helgina hefst listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.
Mér skilst að hátíðin verði formlega sett með hátíðlegri dagskrá 19. maí kl. 14.00.
Hátíðin stendur meira og minna í allt sumar, og meðal helstu atriða má nefna tónleika í Bláu Kirkjunni, Lunga listahátíð Ungs fólks og myndlistarsýningar í Skaftfelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 01:08
Dagur á Skálanesi.
Í dag var ég á Skálanesi.
Fórum við þrír meðlimir í garðyrkjudeild Hugins að ganga frá hólmum og lækjum við Náttúrusetrið á Skálnesi.
Fólst verkefnið í því að bera gamalt hey í sár sem myndast höfðu við læki og tjarnir sem gæsir og endur hverskonar una sér svo vel í við Skálanes.
Skálanes er eins og áður sagði náttúru- og menningarsetur yst við sunnaverðan Seyðisfjörð.
Er það útsýni ein sú fegursta á landi hér. Það er einnig eitt fjölþættasta fuglalíf sem finnst hér við land. Þarna er fuglabjarg, æðarvarp, venjulegt mólendi og varpstaður gæsa. Þarna er líka veðursælt og lygnt og kyrrlátur staður. Undir Skálanesbjarginu eru gjöful fiskimið, sem Seyðfirðingar hafa barist fyrir að verði lokað fyrir snurvoð.
Verið er að endurbyggja húsið og verður þar góð gistiaðstaða og frábærlega skemmtileg stór sólstofa, þar sem unnt verður að sitja og njóta veitinga.
Nokkrir menn eru að vinna þarna þessa dagana og fengum við á hádegisverðarborðið meðal annars hnísukjöt, en slíkt hefi ég eigi bragðað fyrr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 16:04
Hvítasunnuþraut 3. vísbending.
Þessi listamaður sem ég er að spyrja um hneigðist til flúxuslistar á 7. áratugnum og gerði verk úr úrgangi og lífrænum efnum.
Og nú hlýtur svarið að poppa upp!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2008 | 21:25
Hvítasunnuþraut önnur vísbending.
Rifjað er upp að spurt er um listamann sem er fæddur 1930 og var meðlimur í súm hópnum.
Önnur vísbending:
Hann vann mikið við hönnun og stofnaði bókaforlag með Einari Braga. Tekið skal fram að Einar þessi Bragi er ekki tonlistarmaðurinn á Seyðisfirði, heldur bókskáldið Einar Bragi.
Smá viðbit við vísbendinguna. Listamaðurinn tengist Seyðisfirði á ákveðinn máta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 13:09
Hvítasunnu þraut
Þessi þraut er í formi vísbendingaspurningar.
Spurt er um listamann.
Þessi mynd er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Mynd hennar tilheyrir sýningunni gluggar á Laugavegi.
En fyrsta vísbendingin um þenna listamann er sú að hann er fæddur 1930 og var meðlimur í svokölluðum SÚM hópi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2008 | 12:29
Merkilegt mál!
Svefn er manninum nauðsyn, það er víst gömul speki. En nákvæmlega af hverju? Um það liggur ekkert ljóst, þó ýmsar kenningar séu til um það.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru mikill fengur og renna enn frekari stoðum um að við þurfum að sofa vel og hvílast. Það er einn af hornsteinum heilsusamelgs lífernis.
![]() |
Tengsl milli offitu og svefns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 10:25
Gott mál.
Strandsiglingar eru byggðastefna, þær eru umhverfisvænar og létta á vegakerfinu, sem fer illa vegna þungaflutninga, eins og kunnugt er.
Gott mál hjá Ármanni.
![]() |
Strandsiglingar kall nútímans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 22:39
Einn léttur.
Ágætur vinur minn er nokkuð sjóaður kylfingur, ben er einnig að byrja í blaki.
Hann er nýkominn í strangri golfferð, þar sem það voru 36 holur á dag, karl minn.
Hann mætti á blakæfingu í kvöld og félögum hans brá allverulega í brún, þegar fyrsta uppgjöfin í æfingunni var tekin.
Hann öskraði; "Fore" og skellti sér í gólfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 15:33
Vísbendingaspurning.
Spurt er um mann.
1. Vísbending:
Guð lét Satan leggja margar erfiðar freistingar fyrir þennan mann til að reyna guðhræðslu hans.
(3 stig)
2. Vísbending:
Eftir honum heitir bók.
(2 stig)
3. Vísbending.
Ekki veit hvað hann starfaði eða hvort hann var atvinnulaus, en nafn hans vekur mann til umhugsunar um það.
(1 stig)
Bloggar | Breytt 7.5.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 00:29
Frægðarför Seyðfirðinga!
Blakdeild Hugins sendi 3 lið á Íslandsmót öldunga í blaki.
Um er að ræða 2 karla lið og eitt kvennalið. Karlaliðin kepptu í 3. og 4. deild. Þeir nefna sig "Broskarla" og "Broskarla II". Er skemmst frá því að segja að Broskarlar II sem kepptu í 3. deild urðu í öðru sæti og unnu sér rétt tila ðkeppa í 2. deild að ári.
Kvennaliðið nefnir sig "Honey Bees". Eins og nærri má geta draga þær nafn sitt af hunangsflugunni, en hinn hefðbundni Huginsbúningur er svart og gul röndóttur eins og hunagsflugan.
Þær urðu fyrir nokkrum áföllum vegna meiðsla leikmanna fyrir mótið og rétt skröpuðu í lið. Það kom þó ekki í veg fyrir ágætan árangur, því þær náðu 3. sæti og voru hársbreidd frá því að vinna sig upp um deild. Alveg frábært hjá þeim.
Eins og ýmsir vita kannski er konan mín hún Magga Vera "Honey Bee" og þess vegna hef ég fylgst vel með þvert yfir landið,, eins og nærri má geta.
Keppendur Hugins fengu það verkefni að hafa Frakklands þema á mótinu og kynntu þær andstæðingum sínum frönsk rauðvín og osta fyrir hvern leik. Hvort það hefur haft góð áhrif á árangur þeirra veit ég ekki.
Í lokahófi sem haldið er í kvöld var næsti keppnisstaður tilkynntur.
Svo skemmtilega vill til að næsta mót verður haldið að ári á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Og Magga hefur verið útnefnd sem öldungur á því móti.
Þannig að það verður bara gleði hér í bæ að ári.
Ætli maður verði ekki að byrja að æfa í haust?
Blakkveðjur.
Að lokum er svo hér tillaga að nýjum búningi fyrir stelpurnar:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar