Færsluflokkur: Bloggar

Hvert fer rósin?

Spennindi. Skaftfell, listmiðstöðin á Seyðisfirði er meðal þriggja tilnefninga.
mbl.is Eyrarrósin afhent í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður þetta skoðað.

Æskilegt er að lækka vexti sem fyrst. Mun það veikja gengið? Ég held ekki.
mbl.is Lækkun stýrivaxta í 8% gæti tryggt 7000 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað hugsa Sjálfstæðismenn nú?

Það er sorgleg staða Sjálfstæðismanna að hugsa nú um bitlinga og titla þegar framtíð þjóðarinnar er í húfi.

Það væri nær að koma með tillögur og taka þátt í málefnalegum umræðum um þjóðmálin.

Umræður í landinu undanfarna daga hafa snúist um stjórnlagaþing og kann það að vera mikilvægt prinsipmál.

Í lokuðum herbergjum er svo verið að semja um stórkostlega niðurfellinga skulda fyrirtækja á borð við Morgunblaðið, sem þjóðin fær svo reikninginn fyrir. Lítil athygli á því máli.

Margir láta í ljós þá skoðun að nú eigum við að reiða okkur á framleiðslu sjárvarútvegs og stóriðju og tekjur af ferðamennsku, og snúa baki við útrásinni, sem kom okkur á kaldan klaka.

Þetta er alveg rétt svo langt sem það nær, en þó verðum við að leita leiða til nýsköpunar, sem meðal annars getur falist í útflutningi á tæknibúnaði og verkþekkingu.

Það er sem sagt ekki rétt að hætta íslensku útrásinni.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningakeppnin Viskubrunnur er hafinn

Spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla hófst í gær. Í gærkvöldi kepptu 10 lið í 1. umferð. Það eru einkum vinnustaðir og vinahópar sem taka þátt í þessu. 1. umferð heldur áfram í kvöld.

Mér fannst mun léttara yfir þessu í gærkvöld en stundum áður og mjög gaman.


Göngum göngum fundur í gær.

Samtökin Göngum göngum, héldu 60 manna kynningarfund í gær í Herðubreið. Þetta var súpufundur og lukkaðist vel.

Göngum, göngum er verkefni sem snýst um að hópur fólks vill vekja athygli á erfiðum samgöngum við Seyðisfjörð.  Til þess hyggst hópurinn gangast fyrir reglulegum göngum yfir Fjarðarheiði.  Við hvetjum fólk til þess að nota öryggisvesti þegar það er á göngu eða er að skokka úti við.

Þetta verkefni hefur sem aðalmarkmið að vekja athygli á samgönguvanda.

Önnur markmið eru:

Stuðla að heilbrigðari lifsháttum  með hreyfingu.

Stuðla að umferðaröryggi.

Stuðla að samheldni og samhug íbúa.

Á fundinumn í gær voru framsögur til að kynna verkefnið. Einnig var bæjarstjóri með framsögu til að greina frá þjónustu Vegagerðarinnar og fleira. Þá voru sagðar sögur af svaðilförum á heiðinni.

Fundurinn heppnaðist vel og nú fer að styttast í fyrstu göngu. 


Samt er stórt gat?

... varðandi útlendinga sem voru við störf hér en eru farnir úr landi!
mbl.is Þurfa bara að staðfesta framtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarsiglingar ferjunnar.

Frábært að vetrarsiglingar ferjunnar eru aftur hafnar. Þó farþegar séu fáir lifnar yfir bænum.

Heyrst hefur að útlit sé fyrir að fleiri farþegar fari út en komi til landsins með skipinu í vor.


mbl.is Norræna komin til Seyðisfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Jóhanna.

Jóhanna gengur hreint til verks og situr ekki og bíður. Það er skammur tími og hún má engann tíma missa.

Hún stóð sig frábærlega í Kastljósinu og einnig var mjög gaman að heyra í nýju ráðherrunum, Gylfa og Rögnu. Þau virkuðu vel á mann.

Það var athyglisvert að heyra að Jóhönnu þykir vænt um Geir Haarde, enda skiljanlegt. Geir er besta skinn.

Mér fannst samt skrýtið að heyra að sjálfstæðismenn eru byrjaðir áróður um að Jóhanna sé eyðslukló. Það er ekki eyðslukló sem seldi ríkisfyrirtæki á slikk. Dældi peningum í Ríkislögreglustjóra og Tónlistarhús. Réði 11 sendiherra á einu ári. Plataði í gegn eftirlaunafrumvarp. Nei, en manneskja sem berst fyrir þeim verst stöddu er eyðslukló. Jóhanna er sem sagt eyðslukló.

Eins með kostnaðinn af því að reka seðlabankastjórana. Hann er svo mikill!! En er þetta ekki kostnaður sem var ákveðinn af þeim sem réðu alla þessa seðlabankastjóra og ákvað ráðningakjör þeirra. Ég tel að það hafi verið svo dýrt að ráða seðlabankastjórana, en ekki að reka þá.

Það er bara þannig sko.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir af Norðurlandi.

Lokun pósthúss frestað. Ég tel afar gott að lokun pósthússins á Laugum skuli frestað. Tel að Íslandspóstur eigi að skoða leiðir til að styrkja rekstur pósthúsa og gera hann hagkvæmari í rekstri án þess að skerða þjónustu. Það eru nefnilega til leiðir til efla þjónustu pósthúsa.

Ef Íslandspóstur fer áfram með þessa leið að loka pósthúsum og hafa einhver horn opin nokkra tríma á dag munu viðskipti sem nú fara fram í Íslandspósti  færast annað. Við það versnar samkeppnisstaða Íslandspósts. Það er bara þannig.


mbl.is Lokun pósthúss frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bridgehátíð, viðauki.

Ég verð að bæta við einni sögu enn. Eitt sinn fórum við Sigurður Valdimarsson að spila á bridgehátíð. Er nokkuð var liðið á mótið lentum við gegn sveit Bóhem. Rétt er að skjóta því inn hér að algengt var að spilarar "kíktu aðeins út á lífið" á þessum mótum til spjalla um spilin og slappa aðeins af. En aftur að keppninni. Andstæðingar okkar Sigga virtust hafa horn í síðu minni og sökuðu mig um að hafa ekki aðvarað vegna blekkisagnar makkers. Ég kannaðist ekki við þetta og mig minnir að makker hafi stutt mitt mál. En leiknum lauk að mig minnir með sigri Bóhem.  Ég var ekkert sérlega glaður með þennan leik, en Siggi kærði sig kollóttan og dreifði boðsmiðum á ónefnda nektarbúllu meðal mótsgesta eftir leikinn.

 

Ég fór sem sagt ekki á bridgehátíð, en hef verið heima við þessa helgina og fylgst með keppninni á netinu. Þar er hægt að sjá stöðu, úrslit í öllum leikjum og skoða öll spil líka. Frábært. Ég hef einkum fylgst með sveitunum héðan að austan og eins bróður mínum, Unnari sem var að spila.

En það jafnast ekkert á við að vera á staðnum og spila. Ég reyni að fara næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 134719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband