Færsluflokkur: Bloggar

Minnsta útihátíðin eystra!

Minnsta útihátíðin að þessu sinni er útihátíðin "Á Sæði, subbufest".

Hátíðin fer fram innan og utandyra á Seyðisfirði og voru tvö kúlutjöld á svæðinu, afsakið á sæðinu í nótt.

Margskonar viðburðir bera uppi dagskrána, til dæmis bjórdrykkja, þar sem skylt er að kyngja bjórnum.

Veitingastaðir bæjarins eru opnir og bjóða gestum sína þjónustu í mat og drykk, eins og nærri má geta.


Þjóðerniskennd náttúrufræðingsins...

... er óhögguð.

Blessaður karlinn er í flokki sem kennir sig við vinstri viðhorf og heldur uppi merkjum umhverfismála. Í seinni tíð hefur flokkurinn talið sig sérlegan flokk kvenfrelsis, en ekki minnist ég þess að flokkurinn kenni sig við þjóðerniskennd, þvert á móti vill flokkurinn sýna útlendingum sem hingað koma góðvild og taka virkan þátt í ýmsu alþjóðlegu samstarfi.

Flokkurinn fær nú heldur betur bakstuðning við öll þessi viðhorf með aðild að ESB. Um réttindi launafólks, jafnréttismál, neytendamálefni og ýmis önnur tengd viðfangsefni láta stofnanir ESB til sín taka, eins og kunnugt er.  Málefni sem VG bera mjög fyrir brjósti. 

En við vitum öll að Hjörleifur er auðvitað fyrst og fremst rómantískur þjóðernissinni í anda Jónasar Hallgrímssonar og þá er auðvitað þessi afstaða félaga hans í flokknum þyrnir í augum.

Hjörleifur vill ekkert vita að meiri hluti kjósenda VG er alls ekki fráhverfur aðildarumsókn, en auðvitað kemur það honum ekkert við.  Hjörleifur hefur alltaf verið grandvar maður og sem þingmaður stóð hann ævinlega fast við sína sannfæringu og er slíkt bara virðingarvert.  Hitt er auðvitað annar handleggur að þó að heildarhagsmunum landsmanna kunni að vera best borgið innan ESB og með evru, þá truflar slíkt ekki Hjörleif.

Hjörleifur tæpir á, að nú verði stjórnsýslan upptekin við reglugerðasmíð fyrir Brussel valdið. Staðreyndin er sú að stjórnsýslan er þegar upptekin í reglugerðasmíð fyrir Brusselvaldið með aðild sinni að samningi um Evrópskt efnahagssvæði, eins og allir vita.

 


mbl.is Hjörlfeifur gagnrýnir Steingrím J. harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf hlýja.

Lítill drengur á leið í heimsókn hjá frænku. 

Beggja megin við stéttina breiða sóleyjar úr sér.

Inni er lykt af nýlöguðu kaffi, en börnin vilja frekar nýjar pönnukökur og kalda mjólk.

Hér er alltaf glaðværð og hlýja.

 

 


Ég er línuvörður

Ég er línuvörður í fótbolta

löggan í bænum.

Dómari í blaki

og tenniskeppandi.

Eitt sinn fór ég að að ganga og

hitti svo mann.

Hann var í tennis minn keppinauti.

Ég er línuvörður .......

Eitt sinn var ég að labba og

hitti þar mann.

Hann var að stela

og ég greip hann.

Ég er línuvörður...

Eitt sinn var ég í blakhúsi

hitti þar konu

sagði henni að ég væri dómari.

og stattu þig vel.

Ég er línuvörður ..

Eitt sinn var ég á fótbolta

vellinum stóra

já ég var dómari og

öskraði Áfram!

Ég er línuvörður ...

Höfundur Sóley Rún.Whistling

 

 


Fordæmi Angelu Merkel.

Ég hitti mann á förnum vegi ný nýverið og hann sagði mér frá ágætri hugmynd sem íslensk stjórnvöld gætu ef til vill nýtt sér.

Hún er sú að boða útrásarvíkingana til fundar um það hvernig þeir ætla að bæta það tjón sem þeir hafa að einhverju leyti valdið okkur öllum með sínu ráðslagi.

Ef þeir ekki sjá sér fært að aðstoða okkur við þetta verkefni, verði allar eigur þeirra gerðar upptækar og vegabréf þeirra ógilt.

Nú kann að vanta lagaheimildir til svona aðgerða,  en ég get ekki trúað því að ekki sé unnt að setja slík lög,  sé á því þörf.  Málið er svo aðkallandi.  Í öllu falli verði þessi leið skoðuð gaumgæfilega.

Eitthvað svipað þessu gerði Angela Merkel kanslari Þýskalands ekki alls fyrir löngu.

 

 


Lunga hátíðin.

Þessa dagana stendur yfir listahátíð ungs fólks á Austurlandi, Lunga.

Þetta er tíunda hátíðin af þessu tagi hér á Seyðisfirði.

Hátíðin hefur verið byggð upp undir forystu Aðalheiðar Borgþórsdóttur og margra ungmenna af svæðinu og leiðbeinanda, sem tekið hafa fjörðinn og andann beint í æð.

Þessi hátíð hefur verið kostuð af Seyðisfjarðarkaupstað, Menningarráði Austurlands og fleiri innlendum aðilum.

Einnig hefur hátíðin fengið styrki í formi ungmennaskipta frá EUF á Íslandi.

Tónleikar eru í kvöld og á morgun er uppskeruhátíð það sem unnt er að sjá sýnishorn af starfi allra hópa hátíðarinnar.

Í gærkvöldi var glæsileg hönnunarsýning, þar sem sýningarfólk, frumleg föt, frábær tónlist Ívars Péturs, smekkleg lýsing og mikill fjöldi fólks setti skemmtilegan svip á stóru skemmuna í Strandarsíld.

 


Sjávarútvegsmálin og ESB.

Mikið er rætt um skuggalegar afleiðingar sjávarútvegsstefnu ESB fyrir Ísland.

Eftirfarandi er samantekt um hana og dæmi síðan hver fyrir sig. 

"Miðjarðarhafið í heild, Eystrasalt, Skagerak, Kattegat, eyja Portúgala Madeira, eyjur Spánverja á Atlantshafi Kanarýeyjar og Assoreyjar, Hjaltlandseyjar norður af Skotlandi, ríkið Malta á miðju Miðjarðarhafi, eyjur og lendur Breta og Frakka í Karabískahafinu, Franska - Gínea, jafnvel Færeyjar og Grænland sem eru utan ESB eru með þeim sérstaka hætti sérlausnir Danmerkur sem er aðildarríki ESB. Um öll þessi hafsvæði sem eru vistfræðilega aðskilin Norðursjó eru sniðnar sérstakar lausnir til fiskveiðistjórnunar sem eru sem næst vettvangi í samræmi við nálægðarregluna í höndum heimamanna. Þannig fer t.d. Miðjarðarhafsráð með stjórn fiskveiða í Miðjarðarhafinu.Um slíkt segir ESB einfaldlega að ef kerfið uppfyllir skilyrði um sjálfbærar veiðar og vernd fiskistofna og er það í samræmi við fiskveiðistefnu ESB. Þetta eru ekki kallaðar „varanlegar undanþágur“ eins og menn kalla á hér, heldur telst einfaldlega vera hluti fiskveiðistefnu ESB, sem vel að merkja er miklu meira en bara fiskveiðistjórnun. Þar er líka styrkja og stuðningskerfi, úreldingarkerfi og markaðsstuðningur, sem og kerfi sem greiðir sjómönnum lágmarksþóknun í þeirra vasa ef afli lendir í gúanói þ.e. minna en lágmarksverð fæst fyrir aflann. Hvert ríki sér um gæslu og eftirlit sinnar lögsögu sem undirstrikar að ríkið en ekki ESB á fiskveiðilögsöguna."

Það held ég ekki.

Staða hennar ætti fremur að styrkjast. Hún gat ekki greitt atkvæði á móti tillögu sem hún var í eðli sínu sammála. Mér finnst hjáseta hennar eðlileg, þar sem hún vildi ekki greiða atkvæði gegn flokksystkinum sínum.

Þegar samningurinn um evrópskt efnahagssvæði var samþykktur á Alþingi vildu ýmsir að hann færi fyrir þjóðaratkvæði, þar sem í honum fælist takmörkun á fullveldi þjóðarinnar.  Þessu var hafnað.

Nú vilja margiur af þeim sem höfnuðu þessu að viðræðuheimild fari fyrir þjóðaratkvæði.

Það sjá flestir mótsögnina í þessu.

Það er sitthvað lýðskrum og lýðræði.

 


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt!

Ákvörðunin sem Alþingi tók í dag var að heimila ríkisstjórninni að fara og ræða aðild Íslands að Esb.

Hvort niðurstaða þeirra viðræðna verður sú að leggja aðildarsamning fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu er enn óvíst. 

Þeir Framsóknarmenn og liðsmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði á móti þessu, tóku að mínu mati afstöðu til málsins á einhverjum öðrum forsendum, en málefnalegum.

Mig hlakkar til að heyra hvað þeir voru að hugsa.  


mbl.is „Efinn ætíð góður förunautur í hverri vegferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum samráð olíufélaganna?

Íslenskur almenningur styður samráð olíufélaganna, því það tryggir góða afkomu fyrirtækjanna í þeirri ágætu grein og hjálpar þeim að borga afgreiðslufóliki sínu góð laun.
mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 134715

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband