Auðvitað á að gera hvort tveggja.

Þó finnst mér hækkun skattleysismarka meira réttlætismál og bendi á að skattleysismörk hafa lækkað að raungildi síðustu ár.
mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Gamli skíðaskálinn var orðinn ansi þreyttur.  Búið var að teikna nýjan skála,  en bygging hans hefði kostað einhverja tugi milljóna.  Þetta er frábær lausn.  Búið er að laga til skíðasvæðið og kaupa nýjan troðara.  Það er greinilega mikill metnaður í skíðamálum "Stafdælinga", en Seyðfirðingar og Héraðsmenn reka skíðasvæðið Stafdal samaeiginlega.  Nú bíða menn bara eftir snjónum.
mbl.is Upplýsingamiðstöð Alcoa verður skíðaskáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár.

Sendi öllum mínum netvinum og kunningum óskir um gleðilegt og farsælt bloggár.

Áramótagetraun:

Hvað eiga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Sir Alex Ferguson framkvæmdastjóri Manchester Untied, sameiginlegt? 


Jólabridds.

Úrslit úr jólabridge móti á Seyðisfirði:

Páll Ágústsson og Páll Vilhjálmsson urður efstir með 218 stig

2. Jón B Ólafsson og Kári Borgar 216 stig.

3. Guðný Kjartansd og Sigurður Stefánsson með 193 stig

4. Einar Guðmunbdsson og Kristinn Valdimars með 192 stig

5. Daði Kristjánsson og Jón H G með 188

6. Cecil Haraldsson og Sigfinnur Mikaelsson með 187 stig. 

Þátttakendur voru með flesta móti, eða 13 pör og léku 39 spil.

Til hamingju félagar Páll og Páll. 


Um jólarestina.

Góðan dag og gleðilegt ár.

Jólatrésskemmtun Lions klúbbsins var vel heppnuð að vanda og mættu nálægt 100 manns á ballið.  Jólasveinarnir sem komu núna voru fleiri en nokkru sinni fyrr og hvort um er að kenna mistökum í Bjólfi eða því að þeim finnist svo gaman að koma hingað, skal ég ekki skera úr.  Hins vegar voru yngri jólasveinar nú í hópnum, þannig að sennilega finnst þeim einfaldlega svo skemmtilegt að koma hingað.

Ég var líka mjög feginn að Dúfnakrækir skyldi ekki koma, en sem kunnugt er, er stærsti bjargdúfnastofn Íslands á Seyðisfirði.

Firmakeppni Hugins gekk líka mjög vel. Margir skemmtilegir leikir í karla og kvennaflokki fóru fram.  

Jóla bridgemótið fór fram á laugardaginn.  Til leiks mættu 13 pör.  Keppnin var skemmtileg og jöfn, en þó er ekki hægt að segja annað en það að "Pallarnir" eða Páll Ágústsson og Páll Vilhjálmsson hafi sigrað sannfærandi, annað árið í röð. Vel gert hjá þeim.  Í öðru sætu urðu Kári Borgar og Jón Seyðfirðingur (Jón B Ólafsson, aka Jón Borgfirðingur).

Á sunnudaginn fór ég svo á jólamót á Reyðarfirði.  Það var tvímeningur með þáttöku 19 para.  Þegar mótinu lauk um kl. 20.00 var ófært vegna óveðurs til Seyðisfjarðar og reyndar meira og minna um allt svæðið. Rafmagnstruflanir líka og almennt ástand.

Þá var slegið upp nýju móti í formi hraðsveitarkeppni og spilað til að ganga 24.00.

Borgfirðingar, Seyðfirðingar og Fjarðabyggð áttust við.

Þegar því móti lauk um kl. 11.30 héldum við heim,  þrátt fyrir að upplýsingar á neti og textavarpi segðu að Fjarðarheiði væri ófær vegna óveðurs.  Þær upplýsingar voru rangar og veður hið besta á heiðinni, en vegurinn hins vegar þungfær vegna  þess að ekki hafði verið rutt mestallan daginn.

 

 


Annasöm helgi!

Nú um helgina er mikið um að vera á Seyðisfirði.

Firmakeppni Hugins í innanhúsfótbolta fór fram í gær og tókst vel.  5 lið kepptu í kvennaflokki og einhver 10 lið í flokki karla. Ekki spurning.

Í dag, laugardag er jólatréskemmtun Lions og Jólasveinafélags Eystri Gagnheiðar (JEG) klukkan 14 til 16. Tónlist dans og kaffiveitingar. Það er klárt.

Í kvöld hefst jólabridgemótið kl. 18.00. Tvímenningur og allir velkomnir. Þegar þetta er skráð hafa 11 pör skráð sig. Engin Miskunn.

Á sunnudaginn 30. des er svo hið rómaða og stórskemmtilega bocciamót Viljans. Það borgar sig að skrá sig hjá Unni Óskasr sem fyrst.  Það er gaman að vera með, en aðeins mjög klókir og flinkir spilararar eiga möguleika á að komast langt í þessu móti. Það geta hins vegar allir tekið átt og skemmt sér vel.  Viltu ræða þetta eitthvað frekar eða .... ?


Jólastemming.

Ég var eiginlega alveg hress með að fá svona smá jólasnjó.  Hvít jól eru jú alltaf miklu meira ekta, ekki satt?

Kannski tengist þetta minningum um jól í bernsku manns,  ég býst við því. 

Fjölskyldan tók sameiginlegan labbitúr með jólakortin í gær og þá var þessi mynd tekin.

Í gærkvöldi var svo hamborgarhryggur snæddur eins og venjan er á aðfangadagskvöld hér á bæ. Ég segi hér á bæ, því við erum að halda fyrstu jólin í nýju húsi.  Það eru breytingar, en ekki svo miklar...

Ég talaði við Beggu mágkonu og þau voru einmitt líka með hamborgarhrygg líka.  Þú ert með danskan hamborgahrygg? spurði ég.  Þau búa nefnilega í Sönderborg í Danmörku og halda jólin þar.  Nei, þýskan! svaraði sú stutta.  Já auðvitað,  ekta "Hamborgar"hrygg! sagði ég.  Nei reyndar var þetta Flensborgarhryggur! sagði hún þá.  

Í dag eru fjölskyldan enn í róelgheitunum og allir búnir að fá sér ekta Seyðfirskt Möggu Veru heitt súkkulaði.  Þetta er drykkur sem færir yfir mann mikla syfjutilfinningu,  burt séð frá því hvort maður er illa eða vel útfsofinn.

Í kvöld er svo jóla hangikjöt á Austurveginum hjá honum Knúti pabba hennar Möggu Veru.  Hann eldar best hangikjöt sem ég smakka maðurinn.  Meiriháttar.  Ekki er nú ólíklegt að það verði jafnvel enn betra en fyrr núna,  þar sem hún Lilja er vís til þess að leggja karlinum lið í eldhúsinu.  

 family


Gleðilega jólahátíð.

 gamli skólinn

Sendi öllum vinum og bloggvinum bestu kveðjur um gott og farsælt komandi ár.

 

Seyðisfjarðarskóli, byggður 1907 og gegnir enn upprunalegu hlutverki sínu, sem grunnskóli á Seyðisfirði.

Á stríðsárunum var þetta hús þó tekið undir stjórnsstöð herliðins á Seyðisfirði og hefur því ekki alfarið verið notað til kennslu allan sinn tíma.

Á torginu fyrir framan skólann má sjá listaverkið útlínur eftir Kristján Guðmundsson. 


Firmakeppni Hugins á föstudag 28 des.

Hin árlega firmakeppni Hugins í innanhússfótbolta verður föstudaginn 28. des. Keppt í karla og kvennaflokki.

Ákugasamir knattspyrnumenn sem enn hafa ekki komið sér í lið, tali hið fyrsta við Magga Svavars.

Huginn FC knattspyrnudeild.

innanhúss

-- Það var Landsbankinn sem kostaði þessa auglýsingu. --


Bridgemót laugardaginn 29. des og barnaball á undan.

bridge 2Hið árlega brigdemót Bridgefélagsins á Seyðisfirði verður laugardaginn 29. des og hefst kl. 18.00.

Tvímenningur og allir geta mætt og spilað. Þáttökugjaldið er kr. 1.000 á mann.

 

Sama dag kl. 14.00-16.00 verður hinn árlegi jólatrésdansleikur sem Lionsklúbbur Seyðisfjarðar heldur í samstarfi við Jólasveinafélag Gagnheiðar.  Aðgangseyrinn kr. 500.- rennur að þessu sinni til Grýlu, en hún er að safna sér fyrir lýtaaðgerð.

   jólasveina

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband