Hvað skiptir okkur mestu máli núna?

Nú þessa dagana er talað um hag heimilanna og að verja störf og svo framvegis.

Það verður gaman að hlýða á tillögur framsóknarflokkins og eins tillögur hinna flokkanna.

Það sem allt snýst um er samt aðeins eitt.  Það er að leysa það vandamál að við erum með gjaldmiðil sem er trausti rúinn.  Hann er ekki tekinn gildur annarsstaðar og þetta er mál sem við verðum að finna lausn á.

Hver lausnin verður kemur bara íljós, en ég bíð spenntur eftir að heyra tillögur.

Stjórnlagaþing og hugtakið nýtt lýðveldi. Er ekki bara veruleikaflótti að ræða þetta við þessar aðstæður?

Standa vörð um heimilin er bara frasi. Það eru aðgerðir sem skipta máli.

 


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör Samfylkingar NA.

Nú er frestur til að lýsa þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar runnin út.

Þátttakendur eru 18 manns.

Undanfarin ár hefur verið litið á þetta prófkjör sem baráttu svæða eða landshluta.  Nú aftur á móti er umræða innan flokksins og kynjaskiptingu frambjóðenda,  endurnýjun á listanum og beinni aðkomu kjósenda flokksins.

Eftirtaldir gefa kost á sér:

Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, 53 ára, Vopnafirði, sækist eftir 4.-5. sæti
Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi, 47 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-2. sæti
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdarstjóri, 56 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-6. sæti
Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, 57 ára, Neskaupsstað, sækist eftir 2. sæti
Gísli Baldvinsson, náms og starfsráðgjafi, 61 árs, Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti
Guðrún Katrín Árnadóttir, sérkennari, 51 árs, Seyðisfirði, sækist eftir 2.-4. sæti
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, 41 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti
Herdís Björk Brynjarsdóttir, nemi/verkakona, 25 ára, Dalvík, sækist eftir 3.-4. sæti
Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður, 21 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4.sæti
Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í
Fljótdalshéraði, 50 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 1.-2. sæti
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, 55 ára, Siglufirði, sækist eftir 1. sæti
Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri, 48 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-8. sæti
Logi Már Einarsson, arkitekt, 44 ára, Akureyri, sækist eftir 3. sæti
Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, 47 ára, Reykjavík, sækist eftir 2. sæti
Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri, 39 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 2.-4. sæti
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri, 42 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-5. sæti
Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari, 45 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti
Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, 55 ára , Þingeyjarsveit, sækist eftir 1.-4. sæti


Brilliant mál!!!

Svo má skella einum jarðgöngum til Seyðisfjarðar fyrir afganginn. 

Ekki ætti að skemma að það er arðbær fjárfesting  ; )


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítíkin á lóðaríi, með hroðalegan skjálfta.

Nú er kominn skjálfti í pólítíkina.

Ýmsir ganga um með þingmann í maganum og opinbera ástand sitt og svo er komið að nærri önnur hver frétt á vefmiðlum fjallar um framavonir stjórnmálamanna sem hyggja á þáttöku í prófkjöri.

Ég hef verið eitthvað skrýtinn í maganum undanfarna daga og varla verið mönnum sinnandi (á betur við kvenfólk, þetta orðtæki).  Þetta ástand rann af mér í gær og líður mér mun betur í dag, þannig að ég er bara góður núna.

Hér í þessu kjördæmi hefur hinn valinkunni fjölmiðlamaður Sigmundur Ernir Rúnarsson tilkynnt áhuga sinn á þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar.  Þóttu mér þessi tíðindi hinar bestu fréttir, en ég hef síðan orðið þess var að stuðningsmönnum annarra flokka finnst þessi afskiptasemi Akureyringsins hinn mesti óþarfi.

Eitt kraftaskáldið brá sér á skeið með þessum líka árangri:

Þú skalt ekkert þenja kjaft

þóðú sért að norðan

Settu upp þitt sjónvarpshaft

og sjóhatt til að borðann.


Helgaruppgjör.

Þá er viðburðarrík helgi að baki.

Föstudagur: Hún hófst hjá mér með því að horfa á fyrsta Idol þátt ársins. Hann var skemmtilegur. Næst var Útsvar á dagskrá. Þetta var frábær þáttur og sigraði Fljótsdalshérað Akureyri í spennandi leik. Þetta eru tvö af skemmtilegustu og bestu liðunum í keppninni og ber ég taugar til beggja, að sjálfsögðu.  Hélt þó meira með vinum mínum af Héraði, sem voru frábær.

Laugardagur: Tippkaffið var gott að vanda á laugardagsmorguninn og restin af deginum fór í afslöppun, göngtúr og rólegheit. Það var Pizza í kvöldmatinn hjá okkur og svo horfðum við á söngvakeppni sjónvarpsins. Eva og Ragnhildur voru að vanda í gelgjukasti og voða voða skemmtilegar,  eða þannig.  Lögin í keppninni voru bara ágæt, en í mínum huga skyggir það mikið á keppnina að svo virðist sem eitthvað annað en mat á hve góð lögin eru hafi ráðið því hvort þau komust í keppnina. Lag sem Einar Bragi sendi inn hefði trúlega rúllað þessu upp og þeir sem vilja heyra geta gert það á saxi.blog.is.

Staða þjóðmála, eða öllu heldur vantraust almennings á stjórnmálamönnum og fleirum endurspeglast greinilega í keppninni. "Is it true?" komst áfram og vann!. 

Sömuleiðis komust áfram; "Easy to fool" og "Lygin ein"!!!

"I think the world of you" og "Hugur minn fylgir þér",  komust hins vegar ekki áfram.

Lagið sem Jóhanna söng komst áfram, og ekki hefur nafnið skemmt fyrir söngkonunni. 

Sunnudagurinn fór svo í fund hjá Kjördæmisráði Samfylkingarinnar.  Miklar umræður urðu um aðferð við að velja framboðslista vegna komandi kosninga.  Fram kom að eindreginn vilji er fyrir því að auka áhrif kjósenda á skipan framboðalista og ályktun var samþykkt sem felur í sér að flokkurinn vill að kjósendur geti raðað á framboðslista um leið og kosið er.  Ákveðið var að efna til opins orófkjörs meðal flokksmanna og stuðningsmanna Samfylkingarinnar í kjördæmi um skipan 8 efstu sæta listans.  Fundurinn var ákaflega kraftmikill og greinilegt er að mikill hugur er í Samfylkingarfólki fyrir komandi kosningar.  Sérlega áberandi er að flokksmenn telja æskilegt að auka hlut kvenna í efstu sætum listans í kjördæminu.  Vonandi er að niðurstaðan úr prófkjörinu verði sterkur listi með jafnréttisyfirbragði í vor.  Það tel ég vænlegt til árangurs í kosningunum. 

Mánudagur.

Nokkru fyrir hádegið fór rafmagnið af mínum vinnustað. Útlit fyrir langvarandi bilun og vegna þess hve öll vinna á skrifstofum er háð tölvum er í raun ekkert hægt að vinna meðan ekkert rafmagn er. Svona erum við háð blessuðu rafmagninu.


Að spila á netinu.

Ég spila stundum á netinu.

Nota til þess vettvanginn bridge base.

Þykist kunna sayc.

Sem er standard.

Hér er slóða á hann.

http://www.swangames.com/main/Duckling/SAYC/sayc.html


Miklar væntingar

Samkvæmt könnun sem hefur verið í gangi hér á síðunni virðist lesendum síðunnar lítast vel á nýju ríkisstjórnina.

Þó líst 21% illa á hana, en 48% afar vel. 5% taka ekki afstöðu en um 25% vilja gefa henni séns.

Að mínu viti eru litlar líkur á að þessi ríkisstjórn geti komið miklu til leiðar og kemur þar margt til. Hún mun ekki starfa nema 80 daga og hefur ekki meirihluta þingsins á bak við sig. Mun því mikil orka fara í að semja við Framsókn um mörg mál.

- Mikla furðu vekur afstaða framsóknarmanna við seðlabanka frumvarpið. Þeir telja að seðlabankastjóri þurfi ekki endilega að vera hámenntaður hagfræðingur, heldur kunni að vera farsælt að velja til starfa stjórnmálamann sem hefur mikla reynslu af stjórn efnahagsmála af stjórnmálavettvangi. Ég hefði haldið að þessi leið væri fullreynd, í bili að minnsta kosti.

En nánar um ríkisstjórnina:

Einnig liggur fyrir að hún kemur lítið að fjárlagagerð og ræður því litlu um breytingar á fjármálum ríkissjóðs.

Það sem hún getur aftur á móti gert og verður að gera er að ganga af krafti í 3 mál. 1. Endurreisa traust á gjaldmiðlinum seðlabankanum og fjármálum landsins inn á við og þó einkum út á við.  2.  Halda atvinnulífinu í gangi eins og kostur er.  3.  Bjarga heimilum landsins frá kollsteypu.

Almennt virðist hún ganga rösklega í þessi verk.

Minni á nýja könnun.


Vonbrigði

Ég hefði talið að æskilegt væri að snarlækka vexti mjög fljótlega.
mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð einn af 25. "Time will tell".

Rakst á grein á Eyjunni. Hún fjallar um frétt í Time:

"Tímaritið Time hefur sett Davíð Oddsson seðlabankastjóra á 25 manna lista yfir þá sem taldir eru eiga mesta sök á efnahagshruninu.

Greinin er sú mest lesna á vef tímaritsins sem stendur.

Í umfjöllun Time segir: “Í þá tvo áratugi sem Davíð Oddsson gegndi embætti, fyrst sem forsætisráðherra Íslands og síðar sem seðlabankastjóri, innleiddi hann frjálst markaðshagkerfi, einkavæddi þrjá helstu banka landsins, fleytti gjaldmiðlinum og hóf gullaldarskeið hins frjálsa framtaks. Úps! Í staðinn er Ísland orðið að skólabókardæmi um hagkerfi sem bræðir úr sér: Bankarnir þrír sem voru skuldsettir í botn eru gjaldþrota, þjóðarframleiðslan gæti fallið um 10% á þessu ári og AGS er kominn til aðstoðar eftir að gjaldmiðillinn missti helming verðgildisins. Góð tilraun.”

Á vef Time geta lesendur raðað mönnunum á listann samkvæmt samkvæmt eigin mat á ábyrgð hvers þeirra. Sem stendur er Dick Fuld, fyrrverandi forstjóri Lehman Brothers, efstur á listanum og þannig talinn bera mesta ábyrgð á því hvernig komið sé.

Davíð er í 19. sæti listans, næstur á fyrrverandi seðlabankastjóra og fjármálaráðherra bandaríkjanna, þeim Alan Greenspan og Henry Paulson.

Davíð er einn þriggja “útlendinga” á lista Time. Hinir eru Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Fred Goodwin, fyrrverandi bankastjóri Royal Bank of Scotland."

Hvort þetta er allt rétt verður tíminn að leiða í ljós.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband