Sanngirni, réttlæti, jöfnuður

Þetta eru meðal þeirra gilda sem almenningur á Íslandi horfir nú í dag til. Dansinn í kringum gullkálfinn endaði með skelfilegum Hrunadansi, eins og allir hljóta að vera sammála um.

Þegar blaðað er í skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að á öllum stigum, nánast í öllum aðalhlutverkum Hrunsins, sem er harmleikur í allmörgum þáttum, eru stórstirni Heimdallar, Sjálfstæðisflokks og Vöku. Þeir eru þar bæði gerendur og sofandi eftirlitsaðilar, sem treystu á ágæti fjármagnsaflanna.

Þetta orðaði ágætur krataskratti á Austurlandi svo um nýliðin áramót svo ágætlega:

"Það er afl fjármagnsins sem því miður virðist alltaf leiða menn af réttri leið.  „Mikill vill meira“  „Margur verður af aurum api“  Þessi gömlu íslensku máltæki eru í góðu gildi og hafa kannski aldrei átt betur við en nú. "

Greinilegt er að almenningur hefur í dag lítið traust á þeim aðilum sem áttu að gæta hagsmuna okkar.  Hætt er við að í komandi sveitarstjórnarkosningum muni kjósendur eiga erfitt með að kjósa eina ferðina enn einstaklinga sem ábyrgir eru fyrir því að koma okkur í þessi miklu vandræði.

Að minnsta kosti þeim frambjóðendum sem sátu á þingi og hlýddu ekki fjölmörgum varnaðarorðum og brugðust þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það er ómögulegt að skilja af hverju fólk getur hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ennþá eftir allar þær upplýsingar sem við nú höfum um spillinguna sem hann stóð fyrir... og það sama má segja um Framsókn.

Brattur, 13.5.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 134076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband