21.12.2009 | 16:26
Úr einu í annað.
Í dag er skemmstur sólargangur og því tekur daginn að lengja frá og með morgunskímunni í fyrramálið.
Vonandi boðar nýárssólin betri tíma og meiri bjartsýni hjá okkur.
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Seyðfirðingar þrái sólina meira en aðrir, því að við sjáum ekki til sólar fyrr en 18. febrúar. Á sumrin er hér mjög oft ótrúlega gott veður, en gallinn við það er hins vegar sá að sólar nýtur ekki á kvöldin, vegna hinna háu fjalla sem skýla okkur. Það er trúlega þess vegna sem við viljum flýta klukkunni. Þá getum við setið í síðdegissól að afloknum vinnudegi.
Undanfarið hefur verið skítaveður hér eystra og um helgina nokkuð eignatjón vegna foks á Seyðisfirði. Nú kófar á heiðinni og er varhugavert að vera þar á ferli, og raunar var árekstur þar, eingöngu vegna kófs á hinni illviðrasömu Fjarðarheiði. Maður þakkar guði fyrir að slys á fólki urðu ekki mikil að þessu sinni.
En ekki dugar að rella um erfiðar samgöngur, heldur horfa á það jákvæða. Nú eru að koma jól og vonandi finna sem flestir frið í sálu sinni og gleðjast yfir ljúfum stundum með sínum nánustu.
Að mörgu er að huga við jólaundirbúninginn og margir fara í búðir að leita fanga. Verður manni ósjálfrátt hugsað til þeirra félaga Georgs og Ólafs Ragnars í því sambandi. Eða þannig?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.