Úr einu í annað.

Í dag er skemmstur sólargangur og því tekur daginn að lengja frá og með morgunskímunni í fyrramálið.

Vonandi boðar nýárssólin betri tíma og meiri bjartsýni hjá okkur.

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Seyðfirðingar þrái sólina meira en aðrir,  því að við sjáum ekki til sólar fyrr en 18. febrúar.  Á sumrin er hér mjög oft ótrúlega gott veður, en gallinn við það er hins vegar sá að sólar nýtur ekki á kvöldin, vegna hinna háu fjalla sem skýla okkur.  Það er trúlega þess vegna sem við viljum flýta klukkunni.  Þá getum við setið í síðdegissól að afloknum vinnudegi.

Undanfarið hefur verið skítaveður hér eystra og um helgina nokkuð eignatjón vegna foks á Seyðisfirði.  Nú kófar á heiðinni og er varhugavert að vera þar á ferli,  og raunar var árekstur þar, eingöngu vegna kófs á hinni illviðrasömu Fjarðarheiði.  Maður þakkar guði fyrir að slys á fólki urðu ekki mikil að þessu sinni.

En ekki dugar að rella um erfiðar samgöngur, heldur horfa á það jákvæða.  Nú eru að koma jól og vonandi finna sem flestir frið í sálu sinni og gleðjast yfir ljúfum stundum með sínum nánustu.

Að mörgu er að huga við jólaundirbúninginn og margir fara í búðir að leita fanga.  Verður manni ósjálfrátt hugsað til þeirra félaga Georgs og Ólafs Ragnars í því sambandi.  Eða þannig?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband