19.12.2009 | 12:31
Sorpmálin á Seyðisfirði.
Sorpmálin á Seyðisfirði hafa lengi verið óhagkvæm og vanþróuð á Seyðisfirði.
Sorphirða fór í útboð fyrir einhverjum áratugum og hefur síðan verið samið við sama verktakann aftur og aftur. Út á það er kannski ekkert að setja, því að hann hefur tækjavætt sinn rekstur og staðið sig vel að flestu leyti.
Á árinu sem er að líða þurfti bæjarstjórnin að tvöfalda sorphirðugjöldin á bæjarbúana vegna stóraukins kostnaðar. Þeir þættir sem höfðu hækkað í sorpmálum voru stórhækkað verð á sorrpokum og svo hærri kostnaður við akstur. Sorpið er urðað í sorpbandalagi við Héraðsmenn og þurfum við að aka því lengri veg, því nú er sorp Mið Austurlands urðað á Þernunesi við utanverðan Reyðarfjörð.
Þess vegna eru það mikil gleðitíðindi að bæjarstjórn ætlar að taka skref í átt til vistvænni vinnubragða við sorphirðu. Stuðlað er að sorpflokkun og móttaka bætt á endurvinnanlegu sorpi.
Plastpokarnir svörtu fá líka að víkja fyrir sorptunnum sem tæmdar verða á tveggja vikna fresti. Með þessu ætti sorpmagn að minnka og kostnaður við umsvifamikinn akstur með sorpið að minnka.
Í mörg horn að er að líta hjá framsæknu sveitarfélagi eins og Seyðisfjörður er að sumu leyti. Annað mál sem fært hefur verið til betri vegar á síðustu árum eru skólpmálin. Búið er að leggja þau í útrás og er skólpinu dælt langt út á fjörð.
Því má með sanni segja að með úrbótum á þessum tveimur sviðum sé Seyðisfjarðarkaupstaður umhverfisvænni bær en áður var.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.