Niðurstöður í skoðunarkönnun um forsetaembættið. Stórsigur Ólafs Ragnars.

Afar athyglisvert er að virða fyrir sér niðurstöður í skoðunarkönnun um næsta forseta Íslands. Greinilegt er að þjóðin vill pólitískan forseta og er því þessi könnun stórsigur fyrir Ólaf Ragnar Grímsson.

Efst í könnuninni urðu þau Ólína Þorvarðardóttir og Davíð Oddsson.

Næst komu svo Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri og fyrrum þingmaður, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Ólafur H Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði.  Þessi útkoma Ólafs bæjarstjóra hlýtur að vera honum afar mikið gleðiefni og hvatning í sínum störfum. En sigurvegari könnunarinnar er samt Ólafur Ragnar sitjandi forseti. Fjórir af efstu fimm í könnuninni eiga sér pólitíska fortíð og er greinilegt að þjóðin hefur það gott álit á störfum Ólafs að mikill meiri hluti hennar velur anna stjórnmálamann sem forseta.

Næst á eftir þessum, eða með 8% fylgi hvort eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri og hin geypivinsæla sjónvarpskona Eva María Jónsdóttir.

Þessi höfðu verið nefnd í fjölmörgum spjallþáttum sem fulltúar sem gætu verið einhverskonar sameiningartákn þjóðarinnar. Þau virðast ekki njóta eftirspurnar.

Loks koma án atkvæða Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Davíð Baldursson sóknarprestur. Óumdeildir og farsælir embættismenn vekja enga athygli í þessari könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband