Jólahald á Seyðisfirði.

Nú er aðventan komin vel á veg.  Hefðbundnir atburðir hér í bæ rekja hver annan: Aðventuhátíð var í gær í kirkjunni þar sem sýndur var til dæmis helgileikur,  Greniskreytingadagur í leikskólanum er haldinn og það er mjög skemmtilegur viðburður sem snýst um að búa til eigin jólaskreytingar og borða piparkökur með kakói. Á föstudaginn var kveikt á jólatré á spítalatúninu og þar voru jólasveinar og lúðrasveit.  Það eru haldin jólahlaðborð á öllum veitingastöðum bæjarins, sem eru þrír vel að merkja.

Búið er að kveikja ljós á þessum líka fallega jólatré í Hólmanum.  Bæjarstjórinn okkar leggur sem betur fer ekki í að hætta þeim sið, því síðast þegar það var reynt urðu nánast uppþot í bænum.  Þetta tré er að vísu minna en oft áður, en ennþá fallegra samt og stendur á fallegasta stað sem hægt er að hugsa sér fyrir jólatré.

Bærinn er líka búinn að skreyta nokkra ljósastaura í bænum með einhverri rauðri halastjörnu.  Svona skreytingar þykja tilheyra jólahaldi í öllum þorpum,  án þess að ég geti séð að þetta sé sérlega jólalegt.  Mér finnst þetta svona flottræfils jólasiður sem er trúlega þannig til kominn að fyrir nokkrum árum þótti því jólalegra sem meira væri prjálið og að því meira sem glysið væri því meira græddu allir kaupmenninrir á því að selja eitthvert ómerkilegt dót og prjál.  Tilgangur þessara ljósastauralýsinga væri sem sagt að auka peninginn og selja meira.

Sveitastjórnin á Djúpavogi ákvað í sparnaðarskyni að hafa jólaskreytingar í þorpinu umfangsminni en áður.  Þetta finnst mér vera vel til fundið.  Það er lítið hátíðlegt að eyða í skreytingar á friðar og kærleikshátíðinni eins og enginn sé morgundagurinn.

Ef við höfum eitthvað lært af áföllum síðustu missera ættum við að hafa lært hófsemi og mannúð.  Það er akki allt betra sem kostar meira.  Jólaandinn mælist ekki í amperum og kílówattstundum.

Höfum það í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Flottur pistill... njótum þess að vera til þó allt sé ekki eins og á verði kosið rétt í augnablikinu... það birtir upp um síðir... og nærum svo jólaandann...

Brattur, 7.12.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband