Fjallahringur Seyðisfjarðar.

Nú um helgina, eða nánar tiltekið kl. 17.00 á laugardaginn opnar ein allra merkasta sýning í sögu Skaftfells, en það er sýning Garðars Eymundssonar á Fjallahringnum.

Ég leyfi mér að birta hér afrit af fréttatilkynningu. 

Fjallahringur Seyðisfjarðar28.11.09 - 31.01.10 Garðar Eymundsson hefur nú lokið 15 mánaða vinnu við að teikna upp fjallahringinn sem umlykur Seyðisfjörð. Við vinnuna lá hann úti dögum saman til að fanga útlínur fjallanna og rissa svipbrigði þeirra á blað. Teikningarnar vann hann síðan áfram á vinnustofu sinni með blýantinn og augað að vopni. Garðar vann einnig útlínuteikningu af fjallahringnum með örnefnum allra fjalla og tinda, með dyggri aðstoð Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku í Mjóafirði en Vilhjálmur útbjó einnig örnefnaskrá þar sem staðarháttum er lýst. Þetta yfirgripsmikla verkefni er nú sýnt í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi. Það er sannur heiður fyrir Skaftfell að bjóða almenningi á þessa sýningu, en Garðar Eymundsson á stóran þátt í tilurð Skaftfells og verður seint fullþakkað fyrir sinn hlut í stofnun miðstöðvarinnar. Í tengslum við sýninguna hefur verið unnið vandað bókverk þar sem teikningarnar fá að njóta sín. Bókin er gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og verður til sölu í Skaftfelli. Sýningarstjórar eru Björn Roth og Finnur Arnar. Sýning Garðars stendur til 31. janúar 2010 og er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13:00 - 17:00. Aðgangur er ókeypis. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Áhugaverð sýning sem mæla má með!

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar, 26.11.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband