23.11.2009 | 20:20
Umræðan um forsetaembættið.
Íslenska lýðveldið er bráðum 65 ára. Sama gildir um forsetaembættið.
Á þessum tíma hafa 5 einstaklingar gegnt þessu embætti. Þeir hafa starfað hver með sínum hætti.
Ég hygg að fáir séu ósammála því að langvinsælust forsetanna sé frú Vigdís Finnbogadóttir, en sá sem lang umdeildastur er, er núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.
Gagnrýnin á Ólaf hefur verið sett saman af þremur þáttum:
Fjármál: Hann hafi verið of ferðaglaður og kostað mun meira en fjárveitingar til hans embættis gáfu tilefni til. Hann hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalögin og beitt umdeildu ákvæði í stjórnarskránni sem hefð hafði skapast um að forsetinn beitti ekki. Þannig var hætta á því að frumvarpið færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hefði kostað mörg þúsund króina.
Talaði fyrir eigin stefnu í utanríkismálum: Hann hafi látið til sín taka á alþjóðlegum ráðstefnum og reynt að gera sig gildandi, til dæmis í málefnum er snerta loftslagsmál. Þetta sé hlutverk ríkisstjórnar og viðkomandi ráðherra, ekki forsetans.
Stuðlaði að velgengni útrásarvíkinga erlendis: Hann hafi stutt útrás íslenskra fyrirtækja erlendis og beri að segja af sér, til að axla ábyrgð sína á bankakreppunni.
Með þessu hafi virðing almennings fyrir embætti forseta íslands beðið afar alvarlegan hnekki.
Ég get ekki verið sammála þessu. Var það til auka veg og vanda embættisins þegar ríkisstjórnin reyndi að þvinga frú Vigdísi til að skrifa undir lögbann á flugfreyjur á kvenfrelsisdaginn?
Var það til að auka virðingu fyrir embættinu þegar handhafar forsetavalds keyptu heilu sendibílafarmana af áfengi á kostnaðarverði í hvert sinn er forsetinn fór af landi brott?
Var það til að auka virðingu embættisins þegar handhafar forsetavalds, veittu flokksgæðingi og flokksbróður sínum uppreisn æru, þvert á almenna siðferðistilfinningu þjóðarinnar?
Ólafur Ragnar hefur verið duglegur við að sækja ýmsar ráðstefnur um loftslagsmál. Hann hefur valið málstað sinn vel. Málstað sem líkt og gróðursetning Vigdísar ætti að vera öllum upplýstum mönnum þóknanlegur. Baráttan gegn eyðingu ósonlagsins er mannkyninu í hag, en hún var pínulítið óþægileg fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur, sem litu svo á að álið væri eina málið.
Ólafur hefur líkt og fyrirrennarar hans viljað gera sitt til að greiða götu íslenskra fyrirtækja erlendis. Hann markaði ekki stefnuna um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Það var sú stefna sem kom okkur í koll, ásamt andvaraleysi aðila á borð við Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og þeirra ríkisstjórna sem sátu meðan þessi staða skapaðist.
Á það verður að benda að þjóðhöfðingar flestra ríkja, ekki síst minni þjóða, líta á það sem skyldu sína að greiða götu fyrirtækja sinna erlendis. Þetta gerði danadrottning á ferð sinni um Víetnam nýverið. Engum dettur í hug að álasa henni fyrir hugsanlega fjármálaglæpi sem seinna kann að koma í ljós að förunautar hennar stunduðu.
Almennt er litið svo á, að vegna fortíðar sinnar sem umdeildur stjórnmálamaður, muni Ólafur Ragnar aldrei verða eindregið sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar er afar víðsýnn og vitur maður. Hann leitast við að verja hag landsmanna og fyrirtækja þeirra og vera þannig sómi Íslands sverð og skjöldur. Þó að ég heyri aldrei um hann sunginn hallelújakór, þá finnst mér að hann eigi yfirvegaðri og sanngjarnari gagnrýni skilið, en verið hefur víða undanfarna mánuði.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær og tímabær pistill hjá þér.
Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2009 kl. 20:49
Sæll Halldór. Ég tek heils hugar undir með þér um hæfileika Ólafs Ragnars Grímssonar til að gegna embætti forseta Íslands. Það hefur trúlega farið fyrir brjóstið á fyrrverandi andstæðingum í pólitík, hve hann gat með afgerandi hætti viðkið til hliðar sinni stjórnmálafortíð hvað varðaði skoðanir, en nýtti sér jafnframt sambönd erlendis til hagsmuna fyrir umhverfismál og fleiri málaflokka. Davíð Oddsson og hans hirð hefur aldrei þolað Ólaf og þá fyrst og fremst vegna færni hans til að flytja mál sitt og svo að hann hefur ekki verið reiðubúinn til að beygja sig og hneigja til að þóknast duttlungum Davíðs.
Þarna hitti Davíð sinn ofjarl og að hafa slíkan mann á Bessastöðum hefur verið meira en þroski Davíðs gat meðtekið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2009 kl. 23:46
Forseti sem étur gull með þeim sem rændu landið og hengdi orður á þá .Ekki margt um hann að segja.En Vigdís var sér og þjóð sinni til sóma eins og fyrri forsetar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 00:00
Góður pistill Jón.
Haraldur Bjarnason, 24.11.2009 kl. 08:39
Mjög vel sett fram og skýrt. Bestu þakkir Jón Halldór.
Aðeins ein ábending:
Þórbergur Þórðarson nefndi það „skalla“ í mikilvægri frásögn þegar sögumaður „gleymir“ einhverju mikilsverðu ýmist í ógáti eða af ásetningu. Þannig hefði gjarnan mátt nefna þann aðila með nafni sem í hlut átti og kemur fram í þessari málsgrein:
„Var það til að auka virðingu embættisins þegar handhafar forsetavalds, veittu flokksgæðingi og flokksbróður sínum uppreisn æru, þvert á almenna siðferðistilfinningu þjóðarinnar?“
Líklegt er að fáir þekkja þetta mál nú en þar sem þessi blessaða guðsvolaða þjóð hefur lengi haft orð á sér að hafa „gullfiskaminni“, þá veitir stundum ekki af að rifja sitt hvað upp - svona öðru hverju.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 12:22
Það verður fróðlegt að lesa bókina um Vigdísi. Hún var leiðtogi í sameiningartákn, nokkuð sem Ólafur Ragnar hefur því miður aldrei náð að verða.
Það væri gott að hafa framvegis sömu reglu um seðlabankastjóra og forsetann; að velja ekki þá sem hafa verið áberandi í stjórnmálum í þessar stöður. Í það minnsta ekki þá sem hafa gegnt ráðherraembætti og verið umdeildir.
Haraldur Hansson, 24.11.2009 kl. 13:05
Haraldur segir hér að þar sem Ólafur Ragnar var umdeildur stjórnmálamaður, þá gat hann aldrei orðið sameiningartákn, eða forseti sem náði almennri hylli.
Þetta finnst mér málefnaleg ábending um forsetaembættið. Ég get svosem alveg verið sammála henni. Hitt er svo annað mál að Ólafur var kosinn af þjóðinni en ekki potað í starf af flokksklíku.
Ég er enn meira sammála ábendingunni um seðlabankastjóra. Það starf á ekki að vera pólitískur bitlingur og hefur ekki verið það, neins staðar nema á ísaköldu landi, svo ég viti til.
Þess vegna er skipun í þessi tvö störf ekki sambærileg, að mínu mati.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 16:16
Helst vil ég legga þetta embætti niður
Hólmdís Hjartardóttir, 30.11.2009 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.