9.11.2009 | 15:51
Ísland í eða utan ESB?
Öruggt er að lífskjör alls almennings á Íslandi munu batna við inngöngu í ESB. Fyrir liggur að réttindi almenns launafólks verði betur tryggð. Sama má segja um réttindi neytenda, sem hafa reyndar að hluta til verið stórbætt á landi hér, einmitt vegna hins ágæta regluverks ESB. Hagur íslenskrar tungu mun vænkast. Þá verður Íslenskan mál meðal mála. Menningarlíf landsmanna mun dafna. Kvaðir um mannréttindi verða á okkur lagðar. Fyrir liggur að innganga í ESB verður góð fyrir vöxt og viðgang dreifbýlis. Samgöngur verða bættar. Landbúnaður fær margvíslega vernd. Það er mat flestra að hagur okkar við það að verða sjálfstæð þjóð meðal sjálfstæðra þjóða í ESB mun vænkast á nær sviðum og örugglega þegar á heildina er litið. Ekki er unnt að ljúka þessum pistli án þess að benda á ókostina við inngöngu. Fyrir liggur að sérhagsmunir hvers konar verði undan að láta. Góðar stundir.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum þegar sjálfstæð þjóð og auðvitað tilheyrum við heimsálfunni Evrópu. Íslenskan er tungumál á meðal tungumála og nú þegar erum við afar öflug á sviði menningar. Hver á að þurfa að setja mannréttindakvöð á landið okkar og síðan hvenær var það kvöð að hlúa að mannréttindum eftir bestu getu?
Innganga í Evrópusambandið breytir engu er varðar hagkerfið okkar og samgöngumál verða eftir sem áður greidd af skattgreiðendum Íslands. Það sama gildir um landbúnað, nema að innan ESB mun Íslenska ríkið greiða meira í formi styrkja í nær alla málaflokka.
Íslenskur landbúnaður mun missa sig innan ESB, þar sem hann er bæði lítill og hnitmiðaður. Ekki gleyma því að þó að Ísland tilheyri Evrópu, og þó svo að Íslendingar séu frábærir þá byggjum við eyland út í Atlandshafi.
Það er rétt hjá þér að sérhagsmunir munu án efa færðir meira út fyrir landssteinanna þar sem þeir verða óviðráðanlegir og afskiptalausir.
mbk d
Halldóra Hjaltadóttir, 9.11.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.