29.10.2009 | 19:57
Hjálmar Níelsson.
Árið 1985 hóf ég störf á sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði, sem sumarmaður í fyrstu, en síðan sem gjaldkeri og bókari.
Þá kynntist ég vel Hjálmari Níelssyni sem þar var tryggingafulltrúi.
Áttum við eftir að vinna þarna saman í 15 og hálft ár.
Hjálmar var menntaður vélvirki og hafði unnið sem slíkur, en einnig sinnt ýmsum öðrum störfum. Hann hafði rekið vöruafgreiðslu, unnið hjá Hitaveitu Seyðisfjarðar, hjá ríkismati sjávarafurða. Hann hafði einnig setið í bæjarstjórn og stjórn Síldarverksmiðja Ríkisins, svo eitthvað sé nefnt af félagsmálavettvangi, því hann var mikill félagshyggjumaður og verkalýðssinni.
Seinna meir lét hann Lions, Félag Hjartasjúklinga,og Félag Eldri borgara njóta krafta sinna, auk þess sem hann málaði myndir í tómstundum.
Hann var mikill atorkumaður alla tíð og var stöðugt að bæta og laga húsið og garðinn með henni Önnu sinni. Eftir að hann settist í helgan stein, eins og það er nefnt sinnti hann ýmsum verkefnum, svo sem umhirðu um kirkjugarð okkar Seyðfirðinga og einnig vann hann hjá Austfar við afgreiðslu Norrönu seinni árin.
Hann var afbragðs vinnufélagi og mikill sögumaður. Góður húmor og hlýja kryddaði frásagnir hans og mér fannst frábært að heyra hann rifja upp sögur frá síldarárunum eða stríðinu.
Hann kenndi mér margt og var einskonar "pabbi" okkar yngra fólksins og oft minnti þetta samfélag okkar vinnufélaganna fremur á stórfjölskyldu en vinnustað.
Anna og fjölskyldan fær frá mér hugheilar samúðarkveðjur.
Minning Hjálmars lifir með okkur.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.