Knappur afgreiðslutími!

Mörgum hér í bæ þykir afgreiðslutíminn í Landsbankanum og Pósti knappur eftir þessa breytingu.

Afgreiðslutíminn hjá Póstinum dregst saman um 20 klst á viku við þessa breytingu.

Nú verður afgreiðslutíminn á póstafgreiðslu í bænum frá 12.30 til 16.00, sem er vel að merkja sami tími og á Flateyri, Stöðvarfirði, Þingeyri og Vopnafirði.

Kaupstaðir eins og Skagaströnd, Hvammstangi, Patreksfjörður, Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Blönduós osfrv hafa lengri afgreiðslutíma Póstsins.  


mbl.is Pósturinn í samstarf við Landsbankann á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér á Skagaströnd er "Pósturinn " í Landsbankanum og fylgir opnunartíma hans. 9.15 til 16.  (lokað í hádeginu)

Líkur má að því leiða að opnunartíminn gæti verið skemmri ef öðruvísi háttaði til. Þjónustan er víða á landsbyggðinni orðin ansi döpur og víst að hljóð væri komið úr horni í henni Reykjavík, væri upp á slíkt boðið þar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Það er ótúlega ósvífið af Íslandspósti að auglýsa sömu þjónustu við bæjarbúa þegar hún skerðist í raun um helming. Þar fyrir utan er pósthúsið á Seyiðsfirði LANDAMÆRAPÓSTHÚS. Ég held að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvaða hlutverki Seyðisfjörður gegnir í sambandi við sögu landsins svo ekki sé talað um SÍMANN. Hins vegar finnst mér það óásættanlegt að byrja á því að skera niður opinberstörf út á landi í því ástandi sem nú ríkir í landinu. Með fluttningi póstsins leggjast niður tvö opinberstörf á Seyðisfirði með þessum störfum hafa verið lögð niður 8 opinber störf s.l. 10 ár. Höfuðborgarbúum þætti það töluverður niðurskurður svo ekki sé meira sagt. Þessi 8 störf jafngilda nefnilega 1600 störfum í Reykjavík. Þarf talan alltaf að vera þriggjastafa svo tekið sé eftir henni ???

Guðrún Katrín Árnadóttir, 22.10.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 134715

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband