Systkynin á Bakka

Mig dreymdi skrýtinn draum í nótt.  Mér fannst ég fylgjast með systkynum sem búa í þorpi vestur á landi í húsi sem heiti Bakki.

Þau hétu Gísli, Eiríkur og Helga.  Húsið þeirra var gamalt en hafði áður fyrr verið glæsilegasta húsið í þorpinu.  Nú var það hins vegar orðið hálfljótt því þau höfðu ekki hirt um neitt viðhald á því árum saman.  Þau höfðu engin efni á að kosta viðgerðir á því en sáu það út að þau gætu leigt minna hús fyrir bæturnar sínar.

Þau fluttu því úr gamla húsinu sínu og í annað minna en miklu fallegra hús í staðinn.

Gamla húsið stóð nú autt og engin bæjarprýði.

Ég hrökk upp úr þessu draumarugli og fór að hugsa um að nú á að leggja niður pósthúsið á Seyðisfirði og flytja afgreiðsluna í bankann sem er í leiguhúsnæði.  Ekki er það skemmtilegt mál hugsaði ég og reyndi að hugsa um eitthvað skemmtilegra til að sofna aftur.

Ég hugsaði um nöfnin á systkynunum, Gísli, Eiríkur og Helga.

Já, þessi nöfn passa svo vel sem ráðherranöfn, hugsaði ég, Gísli er auðvitað dóms og fangelsismálamráðherra, Eiríkur fjármálaráðherra og Helga Kirkjumálaráðherra, hugsaði ég.

Og svo sofnaði ég aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband