11.9.2009 | 16:30
Könnun um Vestdalseyrarmálið.
Mín skoðun á málinu er sú að....
... nei annars, ég ætla að segja ykkur þegar þið hafið kosið!
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hægt að kynna sér þetta stórmál einhverstaðar?
Neddi, 11.9.2009 kl. 16:35
Já, best er að hlusta á svæðisfréttir Austurlands undanfarna daga.
Jón Halldór Guðmundsson, 11.9.2009 kl. 16:40
Ólöglegt bílastæði á Vestdalseyri
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupsstaðar furðar sig á niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að bærinn hafi brotið stjórnsýslulög þegar ráðist var í framkvæmdir á Vestdalseyri án þess að sækja um leyfi.
Íbúi leitaði eftir áliti Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdirnar stæðust stjórnsýslulög, svo reyndist ekki vera. Í ályktun bæjarráðs frá því í gær segir meðal annars að framkvæmd af þessu tagi ekki flokkist sem meiriháttar framkvæmd og ætti því að vera undanþegin framkvæmdarskyldu. Í bréfi Skipulagsstofnunar er því beint til Seyðisfjarðarkaupsstaðar að gera viðeigandi úrbætur svo fljótt sem auðið er. Bæjarráðið samþykkir hins vegar þá tillögu bæjarstjóra að gera ekkert í málinu.
Sigurpáll Ingibergsson, 11.9.2009 kl. 17:50
Það verður að fylgja reglunum. Trúi ekki öðru en að Skipulagsstofnun hefði komist að sömu niðurstöðu.
En vera ekki allir bílar sem verður lagt á bílastæðinu á Vestdalseyri ólöglega lagt í kjölfarið?
Sigurpáll Ingibergsson, 11.9.2009 kl. 17:52
Mér finnst þetta bílastæði fínt og komin tími á að menn geti ekki ekið þarna út um allt.....
Einar Bragi Bragason., 11.9.2009 kl. 18:26
Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort bílastæðið sé fínt eður ei. Að mínu mati hefði verði hægt að stöðva umferð niður á eyrina með snyrtilegri hætti t.d. með því að setja grófa möl og steina svipað og bílastæðið fyrir framan ferjuhúsið. Og það hefði heldur ekki haft eins mikil sjónræn áhrif á mann þegar maður kemur niður á eyrina. Hins vegar eru einnig mjög skiptar skoðanir um það hvort yfir höfuð sé einhver ástæða að stöðva umferð niður á eyrina. Ég persónulega hallast frekar að því að það geti verið ágæt að stöðva umferð þangað eða afmarka hana með einhverjum hætti. Ég bendi samt sem áður á að með þessari framkvæmd er ekki bara verið að takmarka bílaumferð um eyrina, heldur er einnig verið að takmarka aðgengi fatlaðra og jafnvel sumra eldriborgara að eyrinni.
Það sem málið snýst fyrst og fremst um að ákvörðunin um þetta bílastæði virðist ekki hafa verið tekin í samræmi við lög og reglugerðir hvorki stjórnsýslulög né byggingar- og skipulagslög. Ef svo hefði verið gert þá hefðu eflaust komið upp fleiri fletir á málinu og ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefði fengið farsælli endi.
Það er einnig mjög svo gagnrýnnisvert að fyrr í vetur var verið að vinna á eyrinni með svokölluðum Búkollum. Það eru t.d. svo stórtækar vélar að meira að segja bannað er að aka á þeim á venjulegum þjóðvegum. Álagið frá þessum vélum er fjórfalt á við venjulega vörubílabíla. Eyrin var orðin mjög illa farinn eftir ágang vinnuvélanna sem voru þar og að mér læðist sá grunur að kannski hafi bílaplanið verið sett þarna til að breiða yfir skemdir eftir þær vinnuvélar. Allar ákvaðanir sem hafa verið teknar þarna í sambandi við eyrina virðast hafa verið ólöglegra.
Hvar var ákvörðun um að breyta stefnu árinnar t.d. tekin?
Hver tók ákvörðun um að leyfa námagröft á eyrinni?
Hver tók ákvörðun um bílastæði á eyrinni þar sem sturtað hefur verið a.m.k. 10 hlössum af verri jarðvegi en er í eyrinni sjálfri.?
Ég bara spyr? Það hefur eniginn getað svarð mér þessu og er ég búin að leita upplýsinga víða. Það er þetta sem er gagnrýnisvert , svo má fólk deila um það framm í rauðan dauðan hvort þetta sé fínt bílaplan eða ekki. Ég minni fólk bara á að Vestdalseyriner á náttúruminjaskrá og á að meðhödla hana sem slíka ekki síst þegar bæjaryfirvöld eru annar vegar.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.9.2009 kl. 16:38
Ok ef þetta er svona slæmt sem mér finnst ekki afhverju er verið að gera þetta vesen nú, það eru allir búnir að vita um þetta heil lengi.......er ekki hægt að klára svona mál innanbæjar ???...
Mér finnst miklu fl mál skipta máli hér nú......td snjómokstur á Fjarðarheiði....Löggæsla.....Pósthús...Eimskip...ofl......,,,,,
Einar Bragi Bragason., 12.9.2009 kl. 17:09
Örstutt leiðrétting á skrifum Guðrúnar Katrínar hér að ofan um áhrif ökutækisþunga á jarðvegsundirlag. Við slíkt mat er stuðst við niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá 8. áratug síðustu aldar. Þar segir að mismunur álags tveggja ökutækja á undirlag þyngdarmunurinn í fjórða veldi. Fullfermd búkolla vegur um 40 tonn en fólksbíll ca. 1 tonn. Búkollan veldur því ca. 2.640.000 sinnum meiri skaða en fólsbifreið. Þó svo eyrin yrði gerð að þjóðvegi þá munu ekki aka svo margir fílksbílar um eyrina næstu 1000 árin. Vegagerðin vill þó meina að þetta gefi of væga mynd af mismuninum. Þannig sé hægt að aka óteljandi mörgum venjulegum bifreiðum á ísi lögðu vatni þar sem ein búkolla myndi brjóta ísinn! Það er því ekkert undarlget við það að akstur búkolla á þjóðvegum er með öllu óheimil.
Það er með ólíkindum að bæjarstjórn Seyðisfjarðar finnist allt í lagi að drekkhlaðnar búkollur valsi um Vestdalseyrina sem er á náttúruminjaskrá auk þess að geyma margra alda sögu byggðar við fjörðin, þar á meðal elstu iðnvæddu hvalstöð í heiminum. Þá finnst mér það svívirða gagnvart öllum þeim Seyðfirðingum sem unna eyrinni að þetta skuli gert án undangenginnar umræðu í samfélaginu.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:40
Við erum með lýðræðislega kjörna bæjarstjórn og þú átt að beina þessum spurningum til hennar Einar. Það er réttur þinn og okkar allra að fá að vita hvað bæjarstjórnin er að gera í þessum málum. Ég tek undir með þér að bæjarstjórn og bæjarbúa mættu láta heyra meira í sér hvað þessi mál varðar sem þú nefnir hér að fram.
Fornleifavernd Austurlansd gerði athugasemdir við akstur og framkvæmdir á eyrinni s.l. vetur. Ég verð bara að viðurkenna að ég ásamt mögum öðrum Seyðfirðingum svaf á verðinum gagnvart þessum framkvæmdum fyrr en bílaplanið leit dagsins ljós . Ég er alls ekki sammála þér um það að hægt sé að leysa öll mál innanbæjar. Það eru lög og reglur í landinu og bæjaryfirvöld geta ekki sniðgengið þau frekar en við hinn venjulegi bæjarbúi.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.9.2009 kl. 18:01
Af gefnu tilefni þá vil ég upplýsa Eina Braga um það að ég skrifaði bréf til Skipulagsstofnunnar 27. júní. Áður en ég sendi það var eg búin að ræða við byggingarfulltrúa, hann benti á Ferða- og menningarfulltrúa sem kannaðist ekki við að hafa óskað eftir þessu plani. Byggingarfulltrúi hélt því fram að þetta væri lögleg framkvæmd en ég var ekki tilbúin að trúa því og sagði honum þá að ég mindi láta kanna það hjá Skipulagsstofnun. Mér var tjáð að þetta væri gert að beiðni Ferða-og menningarráðs en það ráð var með allt aðrar hugmyndir um eyrina en að breyta árfarvegi og gera bílaplan. það var sama hvernig ég leitaði í fundargerðum bæjarstjórna, og ráðum bæjarins, hvergi var minst á þessar framkvæmdir á eyrinni. Umhvefisráð og bæjarráð tók þetta bílaplan fyrir á fundum hjá sér eftir að ég hafði beðið um úttekt hjá Skipulagsstofnun eða bæjarráð 22. 07. Því miður sýnist mér fundargerð umhverfisráðs þar sem umrætt bílaplan var tekið fyrir vera dottin út af netinu. Ég get ekki séð hvað bæjarfulltrúar gátu gert fyrir mig . Enda eiga öll vafamál af fara rétta boðleiðir að mínu mati og þetta mál fór rétta boðleið.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.9.2009 kl. 23:27
Ok Gulla ég veit greinilega ekki eins mikið um þetta mál og þú nema að ég veit að þarna er komið bílaplan sem á mínu mati er gott mál og líka að það kostaði ekki bæinn krónu að mér skilst.
En mér finnst samt að menn eigi að reyna finna lausn á málum innanbæjar.
Keep on Rockin
Einar Bragi Bragason., 12.9.2009 kl. 23:37
Bæjaryfirvöld eiga að sýna fordæmi og fara að lögum . Það er málið ekki bara í þessu máli heldur öllum málum. Ég sé ekki hvernig þau hefðu getað leyst mínar efasemdir nema fá mig til að samþykkja sín sjónarmið. Sorrý Einar, þetta er bara mín skoðun.
En þannig vill þetta verða á stöðum þar sem lýðræði er túlkað sem ,, Einn ræður og Lýðurinn hlýðir" . Eins og einn vinur minn hefur bent á, þá er allt gert til að heilaþvo hinn óhlýðna sauð og fá hann til að samþykkja sjónamið ráðmanna, þetta er mjög þekkt stjórnunnaraðferð. En þar sem ég aðhyllist raunverulegt lýðræði tek ég ekki þátt í slíkum stjórnunarstíl
Guðrún Katrín Árnadóttir, 13.9.2009 kl. 00:14
Athugasemd varðandi það að Vestdalseyri sé á náttúruminjaskrá:
Eyrin er það án þess að vera friðlýst:
607.
Loðmundarfjörður, Víkur, Vestdalur og Vestdalseyri, Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, N-Múlasýslu. (1) Svæði frá Hrafnabjargi norðan Brúnavíkur að Fjallshnaus sunnan Loðmundarfjarðar, þá ráða hreppamörk á Brimnesfjalli að Grýtukolli suður með Grýtuá. Vestdalur, Hrútahjalli, norðureggjar Bjólfs og þaðan sýslumörk norður að Hvannastóðseggjum. Vatnaskil ráða mörkum frá Hvannastóðseggjum að Hrafnabjargi. (2) Víðlent og fjölbreytt svæði með litríkum bergmyndunum svo sem líparíti. Fjölskrúðugur og sérstæður gróður og grösug dalverpi norðan undir Bjólfi og eyrar með minjum um byggð.
Í textanum kemur fram af hverju eyrin er á náttútuminjaskræa, en það er vegna þess að þar eu minjar um byggð.
Jón Halldór Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 00:31
Ég hef nokkuð velt fyrir mér upplýsingum hér að ofan um "Búkollur" á Vestdalseyri. Ég veit ekki hvort slík tæki voru notuð við jarðvegstöku á eyrinni, og veit ekkert um hvort einhver umferð slíkra tækja hefur haft einhver skaðleg áhrif á umhverfið þarna.
Held að það sé ekki aðalatriði málsins.
Hitt er umhugsunarvirði hvort ástæða sé ekki til að banna lausgöngu kýrinnar Búkollu og hennar ættingja um eyrina. Mér persónulega finnst lausaganga nautgripa ekki samrýmast hlutverki Vestdalseyrar sem fólkvangs.
Jón Halldór Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 00:39
Ég fer oft út á Vestdalseyri með börnin mín og var mjög hamingjusamur að sjá að komið væri bílastæði. við gengum um svæðið og ég é erfitt með að sjá að einhverjar skemmdir hafi verið gerðar.. Bílastæðið er í horni Eyrinnar og fjarri rústunum og leifum af húsum.
Efnistakan hafði ekki það mikil áhrif á svæðið nema að fjaran er orðin fallegri og stærri fyrir vikið. ef maður skoða myndir af svæðinu þá voru ekki það mikið af húsum þarna niður frá heldur tel ég að ef maður gengur upp í fjallið með fram læknum eru mun fallegri rústir og ef ekki merkari miða við stærð á húsgrunnum sem þar eru. það að ná að friða þetta tel ég mjög gott en ef skipulegsstofnun er að gráðta yfir því að við verjum minjar með því að setja bílastæði tel ég að skipulegsstofnun skuli þá greiða þann kostnað sjálf. ef maður skoðar bílastæði til að mynda í skaftafelli og við jökulsárlón þá tel ég að fólk hafi ekki haft samráð við skipulagsstofnun um öll þau bílastæði,....
Ég gerði mér það til gamans að ganga upp í fjallið í gær og fann ein 20 hús sem gaman hefði verið að kanna nánar en ef fólk á að skoða þessa sögu Seyðisfjarðar vill ég endilega að fólk hafi stað til að leggja bílum sínum. En mér fannst merkilegt að sjá öll þessi hús og alla þessa tækni sem þar er og er gránufélagshúsið lítt merkilegt miða við það sem þar er. mæli með að fólk fari nú að skoða þetta svæði og eins út með Eyrinni því að Vestdalseyrin var ekki stærsti hlutinn á svæðinu heldur miðbær fyrir alla þessa bæi sem í hlíðinni eru.
mín skoðun er sú að þetta er smekklegt og raskar ekki eyirnni að neinum hluta. og málið með Búkollur ....... þá sé ég ekki för eða ummerki eftir þær.
Varðandi skipið sem þarns fannst þá er mikið um skip húsgrunna fjallkonur og fl. sem þarf að skoða betur en það má endilega byrja á Eyrinni en ég tel að merkustu minjarnar séu ekki þar , heldur í kringum eyrina og upp með fjallinu.
En það sem fer fyrir brjóstið á mér eru skemmdir eftir rigningar sem ornar eru upp í Vestdal. ég fór þangar upp á mínum jeppa bíl en hefði ekki viljað vera á minni bíl þar sem vegurinn upp er farinn í sundur á stórum parti. en sorglegast er auðvitað aurskriðan sem er í fjallinu.. þvílikar skemmdir.
við ókum svo inneftir og að sneiðingnum og þar eru 60-80Cm rákir í slóðann eftir rigningar. .
en Jón takk innilega fyrir að koma þessu af stað þetta er góð umræða.
KV Heimir
Heimir Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 08:46
Ég get nú alveg tekið undir það með þér Jón Halldór að hin mjólkandi Búkolla gengur lausum hala um eyrina og skilur víða eftir sig dellur sem ekki er mjög frínilegt að stíga í. Það mætti alveg finna einhverja lausn á þeim vanda.
Í sambandi við það sem Heimir segir þá er rúmlega 1000 ára byggð í landinu og menn geta engan vegin ályktað hvar byggt hefur verið á eyrinn með því að taka mið af sýnilegum húsarústum eingöngu.
Búkollurnar voru notaðar við efnistöku ég hef fengið það staðfest, sem þýðir væntanlega að reikna má með töluverðum skemmdum þar sem þær voru að vinna. Það er að sjálfsögðu erfitt að sjá skemdirnar eftir þær því það er búið að setja bílaplan þar sem þær voru að störfum . Þó glittir í skemdir meðfram planinu ef vel er að gáð
Guðrún Katrín Árnadóttir, 13.9.2009 kl. 11:33
Vestdalseyrin á sinn sess í hjarta hvers einasta Seyðfirðings.
Það er því rík ástæða til að sýna henni fulla tillitsemi og virðingu.
Umrætt bílaplan virðist hafa verið illa ígrundaður gjörningur og að mínu viti bæði óþarft, ljótt og fara illa þar sem það er sett.
Ég legg til að að í kjölfar þessar umræðu um Eyrina efni Umhverfismálaráð til hugmyndasamkepni um framhaldslíf Vestdalseyrar (og Vestdals) þar sem öllum er frjálst að skila inn sínum draumsýnum í máli og myndum.
Það hefur verið töluverð umræða um framtíð Vestadalseyrar í ferða og menningarmálageiranum undafarin ár og margar skemmtilegar hugmyndir komið fram, en engin þeira minnir mig gera ráð fyrir að nauðsynlegt væri sérstaklega að takmarka umferð um Eyrinna, þvert á móti var rætt um að gera hana aðgengilegri og meira aðlaðandi.
Notum tækifærið og þessa athygli, sem Eyrin hefur hlotið og gerum eitthvað jákvætt með hana.
Gulla á heiður skilinn fyrir að vera svona vakandi yfir bænum sínum og umhverfi hans. Þannig ættum við öll að vera, þá væri gaman að sitja í bæjarstjórn og bærinn yrði eins fallegur og góður og hann og við eigum skilið.
Þóra Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.