Þjóðerniskennd náttúrufræðingsins...

... er óhögguð.

Blessaður karlinn er í flokki sem kennir sig við vinstri viðhorf og heldur uppi merkjum umhverfismála. Í seinni tíð hefur flokkurinn talið sig sérlegan flokk kvenfrelsis, en ekki minnist ég þess að flokkurinn kenni sig við þjóðerniskennd, þvert á móti vill flokkurinn sýna útlendingum sem hingað koma góðvild og taka virkan þátt í ýmsu alþjóðlegu samstarfi.

Flokkurinn fær nú heldur betur bakstuðning við öll þessi viðhorf með aðild að ESB. Um réttindi launafólks, jafnréttismál, neytendamálefni og ýmis önnur tengd viðfangsefni láta stofnanir ESB til sín taka, eins og kunnugt er.  Málefni sem VG bera mjög fyrir brjósti. 

En við vitum öll að Hjörleifur er auðvitað fyrst og fremst rómantískur þjóðernissinni í anda Jónasar Hallgrímssonar og þá er auðvitað þessi afstaða félaga hans í flokknum þyrnir í augum.

Hjörleifur vill ekkert vita að meiri hluti kjósenda VG er alls ekki fráhverfur aðildarumsókn, en auðvitað kemur það honum ekkert við.  Hjörleifur hefur alltaf verið grandvar maður og sem þingmaður stóð hann ævinlega fast við sína sannfæringu og er slíkt bara virðingarvert.  Hitt er auðvitað annar handleggur að þó að heildarhagsmunum landsmanna kunni að vera best borgið innan ESB og með evru, þá truflar slíkt ekki Hjörleif.

Hjörleifur tæpir á, að nú verði stjórnsýslan upptekin við reglugerðasmíð fyrir Brussel valdið. Staðreyndin er sú að stjórnsýslan er þegar upptekin í reglugerðasmíð fyrir Brusselvaldið með aðild sinni að samningi um Evrópskt efnahagssvæði, eins og allir vita.

 


mbl.is Hjörlfeifur gagnrýnir Steingrím J. harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eina fréttnæma varðandi Hjölla væri ef hann tæki upp á því að verða sammála öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Það er nefnilega þetta sem andstæðingar ESB virðast ekki getað skilið, við erum nánast kominn inn í Evrópusambandið. Það eina sem eftir er að semja um eru auðlyndirnar, landbúnaður og sjávarútvegur, annað regluveldi er í samræmi við Evrópustaðla. Hvar hefur fólk búið s.l. ár ég bara spyr?

Eitt á ég mjög erfitt með að sætta mig við og það er umræðan í fjölmiðlum um Evrópusamstarfið. Hún er mjög einsleit og ekki til þess fallin að upplýsa fólk. Fjölmiðlar virðast fyrst og fremst hafa á huga á því að tala við andstæðinga Evrópusambandsins. Þessu þarf að breyta.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 22.7.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband