5.7.2009 | 14:49
Gangan yfir Fjarðarheiði.
Nokkur hópur fólks á Seyðisfirði hefur starfað í verkefni undanfarna mánuði, sem nefnist Göngum Göngum hópurinn.
Markmið hópsins er að standa fyrir göngum yfir Fjarðarheiði og með því vekja athygli á erfiðum og ótyggum samgöngum um Fjarðarheiði.
Með þessu vill hópurinn einnig stuðla að samheldni bæjarbúa og hollri hreyfingu þáttakenda.
Þriðja ganga hópsins var í gær og að þessu sinni var gengið alla leið frá Eyvindarárbrú að félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði.
Þátt tóku milli tuttugu og þrjátíu manns og gengu flestir alla leið yfir heiðina. Aðstæður voru alls ekki góðar og mestan hluta leiðarinnar var gengið í þoku. Reynt var að gera ýmislegt til að auka öryggi þátttakenda. Þáttakendur voru flestir í skærlitum öryggisvestum sem forsvarsmenn göngunnar hafa útvegað. Sett voru upp sérstök viðvörunarskilti beggja megin heiðarinnar. Lögreglan var á svæðinu með eftirlit. Brýnt var fyrir göngufólki að ganga á köntunum og ganga ekki hlið við hlið.
Gangan sjálf gekk vel fyrir sig og engin slys á fólki. Þó mátti í einhverjum tilvikum ekki muna miklu, því að akgreinar á heiðinni eru fremur þröngar og ökumenn ekki allir jafn varkárir.
Tilfellið er nefnilega að vegurinn um Fjarðarheiði er alls ekki hættulaus gönguleið.
Hann er einnig hættulegur fyrir akandi umferð, á veturna er það slæmt skyggni bæði vegna skafrennings og þoku, og svo eru akstursskilyrði oft slæm vegna hálku.
Á sumrin er oft þoka á þessum háa fjallvegi og brýnt að hafa gát á.
Loks bar að nefna það að samkvæmt mælingum Ólafs Guðmundssonar á vegum á Íslandi er þessi vegur einn sá hættulegasti á Íslandi.
Almennur skilningur á þörfinni fyrir úrbætur er alltaf að aukast, og ég er þess full viss að jarðgangatenging til Seyðisfjarðar er að margra mati eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum landsins.
Starfið í þessum hópi hefur verið gefandi og maður hefur kynnst betur yndislegu fólki. Fyrir það er ég þakklátur.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.