Pólitíkin - sleggjudómar.

Þá koma sleggjudómar mínir um pólitíkina.

Borgarahreyfingin og nefndamálið.

Borgarahreyfingin fær prik fyrir að fara í nefndakjör með stjórnarflokkunum. Þeir átta sig á að til að hafa áhrif þarf að semja og vinna með öðrum.  Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá 3 mínusa. Sjálfstæðisflokkur bara einn, en Framsókn 2. Framsókn tapar áliti á að vera spyrrt með sjálfstæðisflokknum einum í stjórnarandstöðu.

ESB málið afgreitt með þingleiðinni.

Málið leit á tíma út fyrir að vera vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina.  Þessi leið hins vegar sýnir virðingu fyrir þingræðinu og færir lendingu málsins inn í hringiðu almennrar umræðu.  Þetta mál gæti orðið hræðilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Þeir geta ekki frestað því áfram að taka afstöðu.  Framsókn aftur á móti gæti aukið álit sitt með því að fjalla um málefnalegar hliðar þess.  Bjarni Benediktsson telur það veika stjórn sem eftirlætur Alþingi að móta stefnu landsins í mikilvægu máli.   Með þessu er Bjarni að staðfesta það að hann hefði unnið eins og Davíð og Halldór í Íraksmálinu og öðrum málum sem voru ákveðin utan þings og pressað gegnum Alþingi með valdboði ráðherranna.  Ég held að Bjarni sé á fyrstu vikum sínum í starfi formanns Sjálfstæðisflokksins búinn að klúðra sínum trúverðugleika.

Framsókn og Framsóknarherbergið.

Málið er ekki til álitsauka fyrir Framsóknarflokkinn. Það ætti ekki að vera tilfinngamál fyrir flokkinn að skipta um herbergi?  Þetta er jú nýja Framsókn.  En nýja Framsókn er með nýja þingmenn sem jafnvel sumir eru erfingjar gömlu Framsóknar.  Dæmi Gummi sonur Steingríms og Simmi sonur Gulla.

Stjórnin og Drekasvæðið.

Vinstri grænir lentu í krísu daginn fyrir kosningar út af ummælum um Drekasvæðið.  Nú í dag er komið fyrsta tilboðið í rannsóknarleyfi.  Væntanlega heldur þetta mál áfram á óbreyttum hraða, þrátt fyrir að umhverfisráðherra sé úr röðum VG.  Þetta mál er ágætt dæmi um ys og þys út af engu í Íslenskri pólitík.  Er ekki álitshnekkir fyrir neinn,  nema óvandaðan málflutning,  sem reyndar virðist oft hafa töluverð áhrif á kjósendur á Íslandi.

Þingsetning, bindisskylda og messa.

Mér finnst í sjálfu sér ágætt að afnema bindisskyldu í þinginu.  Eðlilegt er að í stað þess sé áskilinn snyrtilegur klæðnaður.  Aðalhlutverk Alþingis er löggjafarstörf.  Ekki formlegheit og málamyndasamkoma.  Öðru máli gegnir um messuna.  Ég tel að kristin trú sé hluti af okkar menningararfleifð og menningu.  Alþingismenn eru ekki að fara í messu til að afhenda vald sitt kirkjunni.  Þjóðkirkjan og Alþingi eru ásamt tungunni og sögunum, meginstuðlar í okkar menningu.  Þessi hefð er góð hefð og mér finnst gott að meginþorri Alþingis virðir þessa hefð.

Ríkisstjórnin og heimilin.

Umræðan um hagsmuni heimilanna hefur verið erfið fyrir ríkisstjórnina.  Það blasir við að það þarf að skera niður í ríksibúskapnum.  Slíkt hlýtur að koma niður á þjónustu við almenning og kjörum fólks.  Á sama tíma eru miklar kröfur um að ríkisstjórnin taki á málefnum skuldsettra heimila.  Úrræði í þeim málum virðast vera flókin og vafasamt að unnt sé að koma til móts við þá sem verst eru settir.  Ríkisstjórnin hefur sett upp gátlista sem vinna skal að næstu 100 daga.  Verið er að skoða málefni skuldsettra heimila sérstaklega á vegum ríkisstjórnarinnar.  Þangað til búið er að kynna frekari úrræði verður þetta mál í stöðugri umræðu og spurt hvenær málin verði leyst.   Ég spái því að þessi vandamál séu í mörgum tilvikum svo erfið að ýmsir verði óhjákvæmilega ósáttir við lendinguna í málinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband