Er allt á vonar völ og doða hér?

Ég hef stundum heyrt því fleygt að ástæða hningnunar Seyðisfjarðar undanfarna áratugi sé einkum og sér í lagi sú að enginn geri neitt og allt frumkvæði vanti í bæjarbúa. 

En er þetta hin raunverulega ástæða fyrir hningun og fólksfækkun hér á Seyðisfirði?

Ég hef mikið hugsað um þetta mál og hallast nú æ meir að hinu gagnstæða.

Þegar ég hugsa um þetta mál, kemur í hugann tilraunir margra einstaklinga til að halda áfram rekstri starfsemi sem hefur verið og eins að byrja ný fyrirtæki.  Sum þessi fyrirtæki eru aðeins eins manns starf eða jafnvel hlutastarf. Sum þessara fyrirtækja hafa ekki staðið undir sér og hætt, af ýmsum ástæðum.

Í sjávarútvegi man ég sem dæmi eftir frystihúsinu Brimbergi, en þar tóku heimamenn við rekstri frystihússinns sem leggja átti niður. Ég nefni einnig hér nýstofnað útgerðarfélag línubáts sem er að hefja starfsemi.  Ég minni einnig á Þvottatækni sem er að beina kröftum sínum að tankahreinsun með nýrri tækni.

Í iðnaði og verktakastarfsemi er PG stálsmíði, Arnarkló og Landsverk. Einnig er í bígerð að koma upp hér álstrengjaverksmiðju, verið að kanna grundvöll fyrir vatnsverksmiðju og einnig hefur staðurinn verið settur í athugun vegna netþjónabús.

Í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi man ég eftir Seafishing Iceland, Skálanesi, Grabar, Skaftfell, Gestbæ, Kobbi og Ljósbrá, Óla Mæja, uppbygging Tækniminjasafnsins, Gallerí Vigdísar Helgu, Handverksmarkaði handverkshópsins, Starfsemi Skaftfells, Hótel Aldan, Seyðisfjarðarbíó, heilsárssiglingar ferjunnar, stórfelld fjölgun skemmtiferðaskipa, Minicine bíókaffihúsið, vélsleðaleiga og kajakaleiga Hlyns.

Í verslunarrekstri man ég eftir versluninni Prýði, Kjólaverslun Dúlludætra, verslunin Ósk og ýmsir aðilar hafa reynt að reka hér bókabúð.

Þjónustufyrirtæki eru hér Sagnabrunnur, Arkitektastofuna Argo, Skrifstofuþjónusta Austurlands, Ultratone og Prenthylki.is, svo nokkur dæmi séu nefnd af því sviði.

Sum þessara fyrirtækja hafa notið einhvers konar fyrirgreiðslu bæjarfélagsins, og einhver þeirra hafa sótt eftir aðstoð Byggðastofnunar og annarra opinberra aðila sem hafa það hlutverk að örva atvinnulífið.

Samkvæmt mínum heimildum er reynsla þeirra af því að leita opinberrar aðstoðar við þróun eða markaðssetningu slæm. Þau hafa litla aðstoð fengið, eytt í það miklum tíma að leita aðstoðar og síðan virðist styrkurinn fara nær alfarið í kostnað við aðstoðina.

Ég held að aðstoð við nýsköpun á Íslandi sé ómarkviss og þeir aðilar sem eiga að hlú að svokölluðum sprotafyrirtækjum veiti þeim ekki þá stoð sem þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband