Af Epson Acculaser.

Einn ágætur prentari á skrifstofum vorum nefnist Acculaser Epson.  Hefur hann dugað ágætlega en verið illa starfshæfur nú um langa hríð. Hefur tekið djamm og þau mörg á dag.  Var ég búinn að reyna að koma tauti við hann og hótaði honum margsinnis að senda hann suður í meðferð.  Af því varð þó ekki.

Ég bar mig aumlega við Ólaf Vigni sem hér kom um daginn og fékk hann til að ræða við Acculaser.

Kom þá í ljós að svokallaður Fuser Unit var slitinn í honum og afréðum við að panta nýjan slíkan.

Nú í dag er varahluturinn kominn í og herra Epson leikur við hvern sinn fingur og er eins og nýr.

Burt er hiksti hóst og stam,

hefur læknast prentarinn.

Hér er naumast nokkurt djamm.

- Naskur Óli vinur minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært Jón minn. Svona tekst þetta þegar við leggjum saman.  Góð vísa.  Bestu kveðjur

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband