7.5.2009 | 15:43
Af Epson Acculaser.
Einn ágætur prentari á skrifstofum vorum nefnist Acculaser Epson. Hefur hann dugað ágætlega en verið illa starfshæfur nú um langa hríð. Hefur tekið djamm og þau mörg á dag. Var ég búinn að reyna að koma tauti við hann og hótaði honum margsinnis að senda hann suður í meðferð. Af því varð þó ekki.
Ég bar mig aumlega við Ólaf Vigni sem hér kom um daginn og fékk hann til að ræða við Acculaser.
Kom þá í ljós að svokallaður Fuser Unit var slitinn í honum og afréðum við að panta nýjan slíkan.
Nú í dag er varahluturinn kominn í og herra Epson leikur við hvern sinn fingur og er eins og nýr.
Burt er hiksti hóst og stam,
hefur læknast prentarinn.
Hér er naumast nokkurt djamm.
- Naskur Óli vinur minn.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært Jón minn. Svona tekst þetta þegar við leggjum saman. Góð vísa. Bestu kveðjur
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.