21.4.2009 | 23:30
Sjávarútvegsmál, má kannski engu breyta þar?
Er ekki upplagt að eftirfarandi verði skoðað til að lappa upp á kvótakerfið?
1. Næsta fiskveiðiár verði óbreytt kvótakerfi. Við upphaf þess verði greininni gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar verði fyrir þarnæsta fiskveiðiár.
Fiskveiðiárið 2010-2011 verði eftirfarandi breytingar gerðar:
1. Svokallaður byggðakvóti verði ekki afnuminn að svo stöddu en úthlutað til vinnslu í viðkomandi byggðarlögum.
2. Úthlutun annars kvóta verði með eftirfarandi hætti:
Sá afli sem fer til vinnslu í landi fyrnir ekki kvóta, hafi honum verið úthlutað á viðkomandi skip. Samsvarandi regla verði sett er varðar frystiskip. Afli sem fluttur er út óunninn leiðir til 5% fyrningar kvóta. Sá hluti kvóta skips sem skipið nýtir ekki sjálft fyrnist 10%.
Sá kvóti sem innkallaður er með fyrningarleið verði nýttur til tveggja verkefna: A. Að úthluta honum til nýliða í útgerð og útgerða sem eru að stækka við sig skipum eða bæta við sig fiskiskipum. B. Ráðstafað til atvinnueflingar í baráttu gegn atvinnuleysi.
Svokallaðar strandveiðar sem leyfa á í tilraunaskyni finnast mér að mörgu leyti spennandi kostur. Þó tel ég að eðlilegt sá að setja á þær þak, hvað varðar hámarksaflamagn á bát.
Kannski eru þetta arfavitlausar hugmyndir, en hvað veit ég?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé um að gera að fá sem flestar hugmyndir fram. Einhver myndi hnjóta um orðið "óunninn" hjá þér og vilja fá skýringu á hvað það þýðir. Hvort átt sé við fullvinnslu eða bara flökun.
Sú gagnrýni sem er uppi á fyrningaleiðina er vegna þess að ekki er gert ráð fyrir að neitt komi í staðinn, til útgerðarmannsins. Hann láti af hendi eignina en sitji eftir með skuldina. Það er mikil klemma sem þarf að leysa úr af skynsemi.
Kvótakerfið hefur mótast og meitlast í aldarfjórðung. Maður breytir því ekki með skyndiaðgerð og alls ekki nema hugsa málið til enda og leita sátta. Framsalið var heimilað með lögum. Veðsetningin var líka leyfð. Ef maður setur sig í spor útgerðarmanns sem hefur keypt sinn kvóta og farið alfarið að gildandi lögum (hversu slæm sem þau kunna að vera) þá er varla hægt að taka af honum aflaheimild bótalaust. Það er meira óréttlæti en býr í kvótakerfinu.
En að fara svona "blandaða leið" eins og þú ert að nefna hlýtur að koma til álita ekki síður en margt annað.
Haraldur Hansson, 22.4.2009 kl. 13:25
Tek undir þetta Haraldur. Það þarf auðvitað að skilgreina hvað er "óunninn".
Meginmálið er að er það er svona hagkvæmt að færa kvóta milli skipa á sú hagkvæmni að skila sér í það að vinna gegn þessum tveimur meginvanköntum kerfisins.
Útgerð sem hefur keypt til sín kvóta til að veiða hana á sínu skipi, fær enga fyrningu á sinn kvóta. Það er kostur í mínum huga.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.