16.4.2009 | 00:43
Von mín er bara sú.....
Mér finnst að þjóðin eigi rétt á að fá hrein svör frá frambjóðendum.
Mér finnst ekki trúverðugt að lofa skattalækkunum og segja ekki hvar eigi að skera niður í kostnaði hins opinbera. Á að loka heilbrigðisstofnunum eða minnka kennslu barnanna. Spara í háskólum landsins eða skerða kjör námsmanna.
Þeir sem eiga ættingja sem eiga sitt líf undir læknisaðstoð, eiga nákomna ættingja í háskóla og börn í grunnskóla. Þeir sem telja að við eigum áfram að vinna af krafti að samgöngubótum og hlúa að menningarlífi landsins. Allir þessir þurfa svör frá hinum óábyrgu öflum sem geysast um með hálfsannleikann að vopni.
Atvinnumál eru líka stór mál í þessum kosningum. Ég held að núna þurfum við að leita aukinna atvinnutækifæra á öllum sviðum. Þegar er búið að samþykkja lög sem stuðla að auknum atvinnutækifærum. Ný tækifæri í sjávarútvegi og landbúnaði finnast mér spennandi kostur og einnig ferðamennsku.
En atvinnulífið og heimiin eru að kikna undan háum fjármagnskostnaði og von mín er sú að afnám verðtryggingar verði forgangsatriði hjá næstu ríkisstjórn. Greiðsluaðlögun og hækkaðar vaxtabætur eru spor í rétta átt, en án úrbóta í okkar peningamálum verður blessuð krónan okkar dragbítur og mun halda niðri lífskjörum í landinu.
Ég persónulega þekki margar fjölskyldur sem hafa flúið okkar að mörgu leyti ófjölskylduvæna spennusamfélag til norðurlandanna, þar sem félagslegt öryggi virðist traustara, og umhverfi fjölskylduvænna.
Ég held að við íslendingar ættum ekki að vera hrædd við að leita til okkar frændþjóða með fyrirmyndir að betri samfélagi sem byggt er upp með jöfnuð þegnanna að leiðarljósi.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góðir punktar. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki skattalækkanir, en hann vill auka álögur á þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, sjúklinga og gamalt fólk... þeir geta ekki hugsað sér að setja á skatt á þá sem hafa háar tekjur... þeirra málflutningur nú fyrir kosningar er mjög falskur... ég held að það sé nokkuð ljóst að það þarf bæði að hækka skatta og skera niður...
En svo þarf einnig að blása lífi í fyrirtækin og koma auga á þau tækifæri sem eru í stöðunni hvað atvinnu varðar...
Lægri vextir og afnám verðtrygginar er einnig bráð nauðsynlegt.
Brattur, 18.4.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.