13.4.2009 | 10:16
Um þjóðskipulag og stjórnmál.
Allan þann tíma sem ég hef fylgst með stjórnmálaumræðu hefur verið áhugi hér innan lands á því að setja stjórnmálaflokkunum lög, til að gera fjármál þeirra yfir tortryggni hafna.
Það var ekkert leyndarmál að sambandsveldið styrkti Framsóknarflokkinn og að kaupmenn styrktu fremur Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Enda kannski ekki óeðlilegt að fyrirtæki styrktu fremur flokka sem töluðu þeirra máli. En eiga stjórnmálflokkar að gæta hagsmuna félaga og fyrirtækja, fremur en fólksins? Kjósenda sinna?
Ég tel að lög sem sett voru til að takmarka háa fjárstyrki til stjórnmálaflokka hafi verið eðlilegt skref til að tryggja heiðarleika í íslenskum stjórnmálum.
Ég tel sömuleiðis eðlilegt að styrkir til stjórnmálaflokka komi að nokkru leyti frá ríkinu, því að stjórnmálaflokkar gegna þýðingarmiklu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi.
Stundum hefur nokkuð skort á að almenningur líti til stjórnmálastarfs af virðingu. Enda er það svo að stjórnmálaflokkar á íslandi hafa á stundum skellt skollaeyrum við siðferðisviðmiðun innan sinna raða og talið sig komast upp með hvað sem er gangvart almenningi.
Næg eru dæmin, en ég held að í dag muni æ fleiri kjósendur ekki kjósa glansmyndir lengur, því staðan í þjóðfélaginu í dag þýðir að við eigum allt undir að heiðarleiki, jöfnuður og sanngirni taki við af auglýsinga og glansmyndapólítík.
Ég hitti mann að máli um helgina sem spurði mig hvernig mér litist á ástandið hjá okkur í þjóðfélaginu. Ég sagði að mér litist ekkert of vel á og að maður óttaðist að nokkur erfið ár væru framundan, en ég reyndi að vera bjartsýnn. Hann horfði á mig og sagðist telja að ástandið væri alls ekki gott og að hér væri lénskipulag. Hér væri rík auðmannastétt en allur almenningur væri slyppur og snauður, leiguliðar og vinnuhjú.
Ég varð fyrst hissa, en svo þegar ág hugsaði til ástandsins í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, hjá öldruðum, í húsnæðismálum og á vinnumarkaði sá ég að þetta var bara svo hárrétt hjá manninum.
Og ef þú lesandi góður ert á þeirri skoðun að það sé nokkuð til í þessu hjá manninum, hverju má hér breyta til að laga ástandið? Það er spurningin?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð pæling.
Lénsskipulagið kristallast í kvótakerfinu.
Sigurpáll Ingibergsson, 13.4.2009 kl. 12:36
Þetta er ekki bara lénsskipulag:
http://www.ratical.org/ratville/CAH/fasci14chars.html
Sérðu eitthvað sem þú kannast við? Fólk fílar þetta.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2009 kl. 16:18
Góð pæling og hreint ekki fjarri sanni, þetta með lénsskipulagið. Ég hefði samt ekki tekið undir með þér fyrir ári síðan. En það hefur margt breyst, komið í ljós og orðið skýrt síðan þá......
Björg Árnadóttir, 14.4.2009 kl. 09:31
Það að gera byggðir landsins sjálfbærara er lykilatriði. Það gerist með aukningu á Byggðakvóta sem dæmi og breyttri byggðastefnu hins vegar.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 14.4.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.