Tveir kostir, hvor er betri?

Gunnlaugur B Ólafsson bloggari fjallar um verðbætur á ágætri bloggsíðu sinni:

"Fyrir rúmum þrjátíu árum eignaðist fólk húsnæði með því að skuldirnar eyddust á báli verðbólgu. Árið 1979 er verðtryggingu komið á til að taka á þessari óeðlilegu tilfærslu eigna. Nú er vandamálið með öfugum formerkjum. Síðustu mánuði hefur verið mikil verðbólga og er verðtryggingin að éta upp eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði."

Var ekki bara betra að láta skuldirnar brenna upp á verðbólgubáli?

Afnema verbætur af íbúðalánum af einni eign sem viðkomandi nýtir sem eigin íbúðarhúsnæði?

Annars væri ég líka til í að skoða húsnæðiskerfið hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum.  Eru þeir með betri lausnir en við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er kanski spurning að fara milliveg svo bæði lántaki og lánsali fái eitthvað fyrir sinn snúð.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við getum fellt niður vextina - það eru verðbætur, sem eru de facto vextir.

Eða við getum fellt niður verðbæturnar og verið með breytilega vexti.

Kerfin sem við höfum haft frá upphafi hafa verið epísk vitleysa. 

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband