Hann Mera Jón

Í dag hitti ég að máli mann sem býr hér á Seyðisfirði.  Yfir kaffibolla rifjaði hann upp örfáar sögur af bæjarlífinu á Seyðisfirði á stríðsárunum og einnig sögur af sérstæðu fólki eins og Frú Láru og honum Mera Jóni.

Mera Jón var svo nefndur vegna þess að hann var mikill hestamaður, skilst mér. Eitt sinn var Jón við vinnu sína og var verkefni hans að festa á götunúmer á hús í bænum.  Þar sem Mera Jón er upp í stiga að festa eitt númerið á hús, kemur að maður og sér hann upp í stiganum. "Hvað ertu að gera nú Mera Jón?" 

Sögur sem eldri menn kunna enn frá að segja hér í bænum eru gulls í gildi og verður að varðveita.

Ég kalla eftir því að við gerum eitthvað í því sem fyrst.

Meira um málið síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta er rétt hjá þér Jón, það á að passa upp á sögur úr "sveitinni" (þínu tilfelli þorpinu).  Annars er ég fædd á Seyðisfirði og skírð í bláukirkjunni.

Eitthvað á ég af ættingjum þarna fyrir austan. 

Mér er sagt að dýralæknirinn hafi tekið á móti þegar ég ákvað að koma í heiminn, en hann var líka tannlæknir og eitthvað meira læknir (hehehe).  Svo menn sem kunnu eitthvað fyrir sér hafa verið notaðir til hinna ýmsu verka.

Hver er svo sem munurinn að taka á móti kálfi eða mannsbarni

 Svo margar eru nú sögurnar sem maður hefur heyrt, en það allra skrítnasta sem ég hef heyrt er að þegar foreldrar mínir bjuggu á Seyðisfirði, þá hafi verið þar maður sem klikkaðist heldur illa og hefði reynt að skrúfa sig í sundur. Þetta var skrítnasta saga sem ég heyrði sem krakki.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.3.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessa sögu um skrítna kallinn verður þú að skrá niður.  Merkur þáttur af menningararfleifðinni.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er búin að koma henni til þín

Ég veit ekkert meira en það sem ég skrifaði hér, um þennan skrítna mann. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 5.3.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

 Já-á, auðvitað ertu núna búin að skrá þessa sögu!  Kannski er svona sögusagna blogg besta formið á varðveislu svona sagna?

Jón Halldór Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband