22.2.2009 | 18:04
Hvað skiptir okkur mestu máli núna?
Nú þessa dagana er talað um hag heimilanna og að verja störf og svo framvegis.
Það verður gaman að hlýða á tillögur framsóknarflokkins og eins tillögur hinna flokkanna.
Það sem allt snýst um er samt aðeins eitt. Það er að leysa það vandamál að við erum með gjaldmiðil sem er trausti rúinn. Hann er ekki tekinn gildur annarsstaðar og þetta er mál sem við verðum að finna lausn á.
Hver lausnin verður kemur bara íljós, en ég bíð spenntur eftir að heyra tillögur.
Stjórnlagaþing og hugtakið nýtt lýðveldi. Er ekki bara veruleikaflótti að ræða þetta við þessar aðstæður?
Standa vörð um heimilin er bara frasi. Það eru aðgerðir sem skipta máli.
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núverandi stjórnarflokkar boða engar lausnir. Verði þeir kosnir til áframhaldandi setu í næstu kosningum mun kreppan versna til mikilla muna og við drukkna í holskeflu skattahækkana.
Eina leiðin út úr kreppunni er að gefa einkaaðilum frelsi og svigrúm til að virkja eigin getu og kraft án afskipta hins opinbera. VG hatast út í alla sem voga sér að sýna dugnað og verðmætasköpun og því er landið dauðadæmt ef það hafnar í ísköldum krumlum kommúnismans.
Liberal, 22.2.2009 kl. 18:46
Stjórnlagaþingið. Ég tel mig ekki veruleikafyrta og ég mundi tæplega telja Eirík Tómasson lagaprófessor það heldur. Það er ekki eins og öll þjóðin verði upptekin við það verkefni, heldur aðeins lítill hópur. Það eru svo margir sem vilja leggjast á árarnar við að byggja hér um nýtt samfélag og það eru ekki allir sem komast að við að leysa úr lánavanda eð öðrum verkefnum sem liggja fyrir. I mínum huga er Stjórnlagaþingið einhvað mikilvægasta málið varðandi nýja stjórnarhætti á Íslandi. Umsókn um ESB verður örugglega verkefni þessa árs. Ef breytingar nást fram á Stjórnarskránni varðandi auðlindir, þjóðaratkvæði og fleira, þá er mun greiðara að fara í það mál.
Liberal er púra Íhald æ æ æ
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 00:15
Ég tek undir með Hólmfríði að mjög mikilvægt er að skilgreina auðlindir okkar sem þjóðareign. Ég styð eindregið hugmyndina um stjórnlagaþing og vona að við getum byggt réttlátara samfélag á rústum þess sem sigldí í strand.
En hvað sigldi í strand, hvað gerðist?
Það þurfum við að skilja til að geta haldið áfram. Það sem gerðist var það að þjóðin var orðin of skuldsett. Fyrirtækin og heimilin. Það var búið að lána langt umfram greiðslugetu. Ef þú lánar langt umfram greiðslugetu lántakans, þá getur þú ekki búist við að hann endurgreiði þér, eða hvað?
Þess vegna voru það stærstu mistök fyrri ríkisstjórnar að byrja á að tryggja innistæður umfram lögbundið lágmark. Að gera þann hóp að forgangsatriði sem minnsta hjálp þurfti var ekki góð ákvörðun að mínu mati.
Jón Halldór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 09:57
Góð umræða Jón eins og þín er von og vísa
Stjórnlagaþing held ég að flestir geti tekið undir, ef ekki allir. En það er bara ljóst að til að því verði komið á, þarf Stjórnarskrárbreytingar. Undirbúningur að þeim taka marga mánuði hið minnsta. Til að koma þeim á þarf að kjósa um þær tvisvar. Þannig að Stjórnlagaþing er ekkert sem gerist einn tveir og þrír, en það á að byrja strax á þessu.
Ég sömu skoðunar og hann Liberal hér að ofan. Því miður liggur það morgunljóst fyrir hverjum manni að það sem hann segir er því miður rétt.
Feitletruðu málsgreinina þína get ég tekið undir, svo langt sem hún nær.
Stjórnlagaþing og söguskoðun hjálpar því miður ekki heimilunum eða almenningi núna Ríkisstjórnin, sem er stjórnað af Alþingi Götunnar, er því miður ekkert að gera. Og hefur nánast lýst því yfir að hún sé of upptekin af Davíð og Seðlabankabreytingunum til að hugsa um nokkuð annað en það. Sem engu máli skiptir í sjálfu sér.
Blessaður Jón minn kipptu í taumana. Ég er viss um að þú ert nógu vel innundir í pólitíkinni til að geta gert það.
Bestu kveðjur
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.