Miklar væntingar

Samkvæmt könnun sem hefur verið í gangi hér á síðunni virðist lesendum síðunnar lítast vel á nýju ríkisstjórnina.

Þó líst 21% illa á hana, en 48% afar vel. 5% taka ekki afstöðu en um 25% vilja gefa henni séns.

Að mínu viti eru litlar líkur á að þessi ríkisstjórn geti komið miklu til leiðar og kemur þar margt til. Hún mun ekki starfa nema 80 daga og hefur ekki meirihluta þingsins á bak við sig. Mun því mikil orka fara í að semja við Framsókn um mörg mál.

- Mikla furðu vekur afstaða framsóknarmanna við seðlabanka frumvarpið. Þeir telja að seðlabankastjóri þurfi ekki endilega að vera hámenntaður hagfræðingur, heldur kunni að vera farsælt að velja til starfa stjórnmálamann sem hefur mikla reynslu af stjórn efnahagsmála af stjórnmálavettvangi. Ég hefði haldið að þessi leið væri fullreynd, í bili að minnsta kosti.

En nánar um ríkisstjórnina:

Einnig liggur fyrir að hún kemur lítið að fjárlagagerð og ræður því litlu um breytingar á fjármálum ríkissjóðs.

Það sem hún getur aftur á móti gert og verður að gera er að ganga af krafti í 3 mál. 1. Endurreisa traust á gjaldmiðlinum seðlabankanum og fjármálum landsins inn á við og þó einkum út á við.  2.  Halda atvinnulífinu í gangi eins og kostur er.  3.  Bjarga heimilum landsins frá kollsteypu.

Almennt virðist hún ganga rösklega í þessi verk.

Minni á nýja könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfó með 100%!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband