Um hvað hugsa Sjálfstæðismenn nú?

Það er sorgleg staða Sjálfstæðismanna að hugsa nú um bitlinga og titla þegar framtíð þjóðarinnar er í húfi.

Það væri nær að koma með tillögur og taka þátt í málefnalegum umræðum um þjóðmálin.

Umræður í landinu undanfarna daga hafa snúist um stjórnlagaþing og kann það að vera mikilvægt prinsipmál.

Í lokuðum herbergjum er svo verið að semja um stórkostlega niðurfellinga skulda fyrirtækja á borð við Morgunblaðið, sem þjóðin fær svo reikninginn fyrir. Lítil athygli á því máli.

Margir láta í ljós þá skoðun að nú eigum við að reiða okkur á framleiðslu sjárvarútvegs og stóriðju og tekjur af ferðamennsku, og snúa baki við útrásinni, sem kom okkur á kaldan klaka.

Þetta er alveg rétt svo langt sem það nær, en þó verðum við að leita leiða til nýsköpunar, sem meðal annars getur falist í útflutningi á tæknibúnaði og verkþekkingu.

Það er sem sagt ekki rétt að hætta íslensku útrásinni.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir kunna bara best á bitlingana, titla, sambönd og svoleiðis. Auðvitað eru þeir skithræddir viðað "ættirnar" missi spóna og spotslur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Mikið er ég sammála þessu Jón, eins hef ég heyrt að "ættirnar" eru ekki lengur við völdin og gráta sárt yfir því. Ég hef það á tilfinningunni að Sjálfstæðisflokkurinn sé sá flokkur sem hefur ekki hag þjóðarinnar að leiðarljósi heldur þessara stóru ætta sem hafa verið við völdin frá því að Ísland fékk sálfstæði.

Sjálfstæðisflokkurinn barðist á sínum tíma fyrir sjálfstæði lands okkar og að við kæmumst frá Dönum og gætum haldið uppi eigin gjaldeyri og sljálstæðri framleiðslu og hugviti, sem sagt sjálfstætt land. En mér sýnist að þeir og fleiri, hafi hjálpast að við að koma landinu í sömu örbyrgð og það var þegar sjálstæðisbaráttan var sem hæst.

Sjáið bara Davíð Oddson, sem svo margir eru að gráta yfir að sé að missa vinnuna sína, hann kom sér vel fyrir áður en hann hætti í pólitík og fór í seðlabankann. Hann er ekki á barmi gjaldþrots og mér finnst að fólk eigi að hætta að vorkenna honum eins og hann sé heilagur eða eitthvað, eins og hann hafi gert okkur svo gott.

Já, ég var að lesa bloggið hjá Bjarna og er frekar reið yfir þessu væli sem sumir eru með yfir mann garminum. Þetta er ábyggilega ágætist kall, en hann er ekki merkilegur pólitíkus nema fyrir einræðið sem hann kom á á sínum tíma.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband