Bravó Jóhanna.

Jóhanna gengur hreint til verks og situr ekki og bíður. Það er skammur tími og hún má engann tíma missa.

Hún stóð sig frábærlega í Kastljósinu og einnig var mjög gaman að heyra í nýju ráðherrunum, Gylfa og Rögnu. Þau virkuðu vel á mann.

Það var athyglisvert að heyra að Jóhönnu þykir vænt um Geir Haarde, enda skiljanlegt. Geir er besta skinn.

Mér fannst samt skrýtið að heyra að sjálfstæðismenn eru byrjaðir áróður um að Jóhanna sé eyðslukló. Það er ekki eyðslukló sem seldi ríkisfyrirtæki á slikk. Dældi peningum í Ríkislögreglustjóra og Tónlistarhús. Réði 11 sendiherra á einu ári. Plataði í gegn eftirlaunafrumvarp. Nei, en manneskja sem berst fyrir þeim verst stöddu er eyðslukló. Jóhanna er sem sagt eyðslukló.

Eins með kostnaðinn af því að reka seðlabankastjórana. Hann er svo mikill!! En er þetta ekki kostnaður sem var ákveðinn af þeim sem réðu alla þessa seðlabankastjóra og ákvað ráðningakjör þeirra. Ég tel að það hafi verið svo dýrt að ráða seðlabankastjórana, en ekki að reka þá.

Það er bara þannig sko.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar B.

Ég er sammála Sigurbjörgu Jón Halldór þ.e. ef hún er sammála því  að nú sért þú að grínast

Ómar B., 2.2.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Áróðursbrellur Íaldsins eru margar og að þeirra dómi snjallar. Frumvörp á miðvikudag, Sigurður Kári sefnir í klærnar á Jóhönnu, vona bara að hann meiðist ekki mikið. Svo eru Sjálfstæðismenn á fara í hnífakast hver við annan um formannsstólinn. Eru ekki allir sáttir við erfðaprinsinn og son Stjórnarformanns Íslands, ojæja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 03:54

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Var Jóhanna í viðtali?

Sá ekki betur en þetta hafi saumaklúbburinn að ræða málin, Af hverju fékk hún ekki Helga eða Simma?

Stóð sig vel? hún svaraði engum erfiðum spurningum....... ég stend mig oftast vel þegar ég er að ræða Enska boltan við félaga mína.

Þórður Helgi Þórðarson, 3.2.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband