Bridgehátíð, viðauki.

Ég verð að bæta við einni sögu enn. Eitt sinn fórum við Sigurður Valdimarsson að spila á bridgehátíð. Er nokkuð var liðið á mótið lentum við gegn sveit Bóhem. Rétt er að skjóta því inn hér að algengt var að spilarar "kíktu aðeins út á lífið" á þessum mótum til spjalla um spilin og slappa aðeins af. En aftur að keppninni. Andstæðingar okkar Sigga virtust hafa horn í síðu minni og sökuðu mig um að hafa ekki aðvarað vegna blekkisagnar makkers. Ég kannaðist ekki við þetta og mig minnir að makker hafi stutt mitt mál. En leiknum lauk að mig minnir með sigri Bóhem.  Ég var ekkert sérlega glaður með þennan leik, en Siggi kærði sig kollóttan og dreifði boðsmiðum á ónefnda nektarbúllu meðal mótsgesta eftir leikinn.

 

Ég fór sem sagt ekki á bridgehátíð, en hef verið heima við þessa helgina og fylgst með keppninni á netinu. Þar er hægt að sjá stöðu, úrslit í öllum leikjum og skoða öll spil líka. Frábært. Ég hef einkum fylgst með sveitunum héðan að austan og eins bróður mínum, Unnari sem var að spila.

En það jafnast ekkert á við að vera á staðnum og spila. Ég reyni að fara næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband