Bridgehátíð.

Nú um þessa helgi fór fram Bridgehátíðin í Reykjavík. Þetta mót er eitt af þekktari alþjóðlegum mótum og stærsti bridgeviðburðurinn í íslensku bridge lífi. Þarna koma ævinlkega mjög sterkir spilarar frá Norgegi, Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Póllandi, Svíþjóð og víðar að.

Ég hef oft notið þess að fara að spila á þessu móti og í tilefni af því að þetta mót er núna langar mig til að rifja upp minningarbrot frma bridgehátíðum. Það er margs að minnast, en ég tek nokkur dæmi af handahófi.

 Einu sinni þegar við fórum á hátíðina spiluðum við undir nafni útgerðarfélagsins Gullberg.  Bridgehátíðin fer fram eftir monradkerfi, þannig að það er valinn handa þér andstæðingur fyrir hverja umferð sem er á svipuðum slóðum og þú að stigafjölda. Þess vegna fer maður að ákveðinni töflu til að sjá á hvaða borði maður á að spila og við hvern. Eitt sinn er ég stend við töfluna heyri ég á tal tveggja manna: " Við hverja eigum við að spila næst?"  " Það eru svíarnir, sjálfur Gúllberj."  "Nú það er ekkert öðruvísi."  Það var kindarlegur andstæðingur sem tók upp spilin með okkur við borðið 3 mínútum seinna.

Á árum áður seldu Flugleiðir bandarískum ellifífeyrisþegum ódýran pakka sem innihélt flug, gistingu, og þátttökugjald á mótið. Þess vegna var á hátíðinni mikill hópur af eldriborgurum frá USA að spila. Eitt sinn er við félagarnir höfðum tapað illa tveimur leikjum í röð lentum við gegn eldri konum frá Bandaríkjunum á neðsta borði. Þær voru hálf utan við sig og sviku lit á báðum borðum. Við létum að sjálfsögðu á engu bera og þökkuðum pent fyrir 25 stig að leik loknum.

Í næsta leik spiluðum við við Granda. Á þeim árum bárust reglulega fregnir af því að stærri fyrirtæki í útgerð gleyptu minni fyrirtæki.  Höfðu Grandamenn orð á því að eitthvað slíkt gæti gerst við spilaborðið í viðureigninni. Annað kom á daginn og mig minnir að leikurinn hafi endað með algjörri yfirtöku Gullbergs og sannaðist enn að dramb er falli næst.

Eitt sinn er við vorum á bridgehátíð spiluðum við Hjörtur við unga spilara, pólverja og englending í lokuðum sal. Ég man ekki hvað þeir hétu, en ég man að leikurinn var jafn og gáfum við ekki færi á okkur. Að leik loknum fórum við upp og voru Sigfinnur og Cecil að spila við Frú Panaphour og hennar makker Tony Forrester, einn albesta spilara heims. Nokkrir áhorfendur vora að fylgjast með þeim köppum og áttu okkar menn fínan leik. Enda fór leikurinn 13-17 sem er skilgreint sem jafntefli. Ekki er víst að þeir félagar hefðu spilað eins vel ef þeir hefðu vitað við hvern þeir voru að spila. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband