Seyðisfjarðarkaupstaður í útrás!

Seyðisfjarðarkaupstaður er nú að láta ljúka útrásarverkefni sínu. Verkið snýst um að leið skolpið fá bænum nokkur hundruð metra út í sjó, þannig að fjörur bæjarins verði ekki illa lyktandi á góðvirðiskvöldum lengur.

"Maður hefur nú marga fjöruna sopið", er mjög flott orðtak, sem ég fyrir minn hatt mun nú von bráðar aftur geta notað án klígju.

Með tilkomu þessarar framkvæmdar er Seyðisfjarðarkaupstaður nær því að uppfylla Evrópska staðla um fráveitu skolps, en jafnframt með þeim skuldugustu á landinu, ef tillit er tekið til íbúafjölda.

Verkefni þetta þykir hins vegar hið besta mál, þó að tilkostnaður sé nokkur.

Meðfylgjandi mynd fékk ég lánaða hjá vef Seyðisfjarðarkaupstaðar. Svipmyndir frá vinnu við fráveitu og byggingu leikskóla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Blessaður Jón Halldór.

Hugnast þessi "skólpútrás" ykkar Seyðisfjarðarbúa betur en sú útrás sem hefur opnað allar sínar skólprásir yfir þjóðina.   

Hlakka til að taka mér kvöldgöngu við sléttan fjörðinn með frú Helgu Sig þegar sumrar.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 29.1.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband