29.1.2009 | 12:23
Einar Kristinn og hvalveiðarnar.
Einar Kr Guðfinnsson virtist standa sig vel sem ráðherra. Hann virkaði mjög varfærinn í orðum og gerðum og mörgum þótti hann í raun alltof ákvarðanfælinn og varfærinn. Til dæmis til að auka þorskkvótann, sem lá í loftinu allt frá því í haust. En loks kom það.
Nú í vikunni eftir að hann er orðinn hluti af starfsstjórn ,sem aðeins tekur nauðsynlegustu ákvarðanir bregður við nýmæli hjá manninum. Hann gefur út margra ára hvalveiðikvóta, en í fyrra var í fyrsta skipti í mörg ár gefinn út hvalakvóti í atvinnuskyni. Sá kvóti veiddist ekki og þar að auki er enginn markaður fyrir þessa annars ágætu afurð.
Ég tel að þessi gjörningur Einars sé dæmi um afar óvandaða stjórnsýslu, svo ekki sé meira sagt.
Ég tel að við eigum að veiða hvalinn í rannsóknarskyni og nýta þær afurðir sem til falla. Hvalkjöt er mjög góður matur og ég sakna þess sáran að fá ekki slíkt að borða oftar. Fyrir 2 árum var ég svo heppinn að fá hvalkjöt á veitingahúsinu Bautanum á Akureyti og varð reyndar fyrir vonbrigðum með kjötið. Það var ekki vel eldað, sem er undarlegt því Bautinn er einn albesti veitingastaður landsins.
Í framhaldi af hvalamálinu má nefna að Kristján Loftsson var í einum skemmtilegasta skemmtiþætti sem ég hef séð að þvaðra um hvalveiðar. Maðurinn brást við öllum mótrökum með stórfyndnum hætti. "Og hvað með það?". "Þetta eru Evrópusambandsþjóðir". "Þetta er sænskur ráðherra". Hann hefði trúlega aðeins virt sjónamið suðuramerískra einræðisherra og rússneskra kommissara, eða hvað? Þeir sem misstu af viðtalinu geta séð það á ruv.is og svo verður það trúlega endurflutt í Spaugstofunni.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búin með minn kvóta hvað varðar Kristján Loftsson og það er ekki í höndum neins nema sjálfrar mín að úthluta nýjrri viðbót.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.