25.1.2009 | 14:15
Þorrablót 2009
Þorrablót Seyðfirðinga var haldið í gærkvöldi í Íþróttahúsinu. Góð aðsókn var að blótinu, einnhversstaðar á milli 300 og 400 manns, trúlega um 35.
Maturinn var með hefðbundnum hætti, klassískur þorramatur. Svið, hangikjöt, rófustappa, kartöflumús, bíldudals grænar, sviðasulta, bæði súr og ný, svínasulta, marineruð síld, súrt slátur, súrir hrútspungar, þrumari og fleira.
Skemmtiatriðin voru hins vegar ekki súr, heldur fersk. Þar var helstu atburðum í bæjarlífinu síðasta ár gerð skil með leikþáttum, söngvum, tilkynningum og myndböndum.
Meðal skemmtiatriða var eftirfarandi:
Hið landsfræga öldungaráð sem hittist í morgunkaffinu í sjoppunni kom þarna fram, mjög gott atriði þar.
Þarna kom fram skólastjórinn sem er eins og hani yfir 30 hænum. Mjög flottur.
Þá var kommúnista ávarpið sem Ólafur bæjarstjóri hélt á gamlárskvöld aðeins fært í stílinn.
Hann Selfinnur sem skaut selinn kom við sögu á blótinu.
Hið margfræga bílskúrsmál var tekið fyrir og Dísa Tomm var flott í því atriði.
Ellilífeyrisþeginn sem var gómaður í Tollinum var sýndur á spaugilegan hátt, en sem kunnugt er, voru tvö stærstu smyglmál síðustu mánuða hér austanlands mál þar sem menn á eftirlaunaaldri voru tekni við stórfellt smygl.
Nefndinni tókst vel að hafa dagskrána létta, en þó gagnrýna án þess að vega að einstaklingum.
Undir lok skemmtidagskrárinnar var svo þrottablótsnefnd 2010 kjörin. Hún er að venju kjörin af fráfarandi nefnd.
Einar Bragi, Sigga Beinteins, Kiddi Grétars og Grétar Örvars héldu svo uppi fjörinu fram á nótt.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að fólk almennt virðist hafa skemmt sér vel á blótinu. Það voru held ég rúmlega 400 manns á blótinu þetta er að verða metaðsókn á hverju ári.
Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.