Greiðsluerfiðleikar.

Við Seyðfirðingar vorum að vona að kreppan kæmi ekki hingað.

En nú er ljóst að svo er ekki.

Atvinnuleysi eykst hér, eins og fyrir sunnan.  Æ fleiri einstaklingar lenda í erfiðleikum með að standa í skilum með lán sín af húsnæði og eða bifreiðum og hjólhýsum.

Við sem létum glepjast af gylliboðum um hagstæð lán, höfum hingað til bölvað í hljóði og vonað að gengi krónunnar jafnaði sig sem fyrst. En nú virðist ýmsir hafa misst trúna á að ríkisstjórnin og Seðlabankinn nái tökum á þeim miklum vandamálum sem tengjast því að við erum að burðast með gjaldmiðil sem enginn hefur trú á.  Jafnvel hughraustustu menn, eru farnir að tjá sig opinberlega um að þeir hafi ekki trú á efnahagsstjórn Seðlabankans.

Sumir benda á að það að skila lyklunum að húsinu eða bílnum og gefast upp sé ekki lausn.  Þá blasi við nauðungaruppboð og gjaldþrot í framhaldinu.  Betra sé að leita samninga við kröfuhafa og sækja um skilmálabreytingu.  Reyna að fá afborganir lækkaðar meðan verðbólgualdan ríður yfir og gengið jafnar sig á ný.

Ef til dæmis húseigendur á Seyðisfirði skila í "lange baner" lyklunum að húsum sínum og neita að borga afborganir af lánum myndi mikill vandi blasa við bæjarfélaginu.  Greiðsluflæði á fasteignagjöldum myndi raskast. Fasteignaverð í bænum myndi lækka enn frekar í bænum og annað hvort myndi fólk flytja burt eða reyna að fá leigt.  Því miður er leiguhúsnæði í bæjarfélaginu ekki mikið og umsetið fyrir.

Vandséð er að bærinn, sem er einn allra skuldugasti bær á landinu, rísi undir því að leysa til sín íbúðarhúsnæði, eða byggja leiguíbúður í þessu árferði.

Það er því trúa mín að bæjaryfirvöld hljóti að telja kjark í bæjarbúa í þessu erfiða ástandi og aðstoði bæjarbúa í greiðsluerfiðleikum við að semja við kröfuhafa um frestun innheimtuaðgerða. 

Annað væri ábyrgðarleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband