Ólafur Marel látinn.

seydisLátinn er Ólafur Marel Ólafsson útgerðarmaður og heiðursborgari Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Hann stofnaði ásmt fleirum Fiskvinnsluna hf. og Gullberg ehf. og rak hér í bæ útgerð og fiskvinnslu áratugum saman.

Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og íþróttakennari. Ólafur og fyrirtæki hans hafa stutt íþróttastarfsemi og aðra félagsstarfsemi dyggilega hér í bænum alla tíð.

Ólafur fór aldrei í útrás en rak þess í stað fyrirtæki sitt með hagsmuni síns byggðarlags og starfsfólks að augnamiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Verður ekki núna til kvótasala í burtu vegna búskipta eins og á Eskifirði eftir fráfall Alla ríka ?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég hef enga trú á því.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Blessuð sé minning hans. Ég hef trú á að Adolf tengdasonur hans haldi uppi minningu Óla og sjái til þess að afla sé landað í heimabyggð og hann unninn þar. Óli var alla tíð með Seyðisfjörð í huga og hag fólksins þar.

Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband