3.1.2009 | 17:51
Niður með hetturnar, sagði Hörður.
Flott mál hjá honum. Verum við sjálf á mótmælafundum. Vonandi verða grímur og hnífar geymdir heima í framtíðinni.
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón, ég taldi ansi margar hettur á höfðum fundarmanna í dag. Reyndar töluvert fleiri en ég varð vör við í Kryddsíldarmótmælunum á gamlársdag. Að sjálfsögðu klæðumst við öll eftir tilefninu og skýlum því sem við þurfum hvort heldur það er rigningarúði eða gasúði. Hörður Torfason talaði niður til mín í dag og margra annarra. Fyrir það fær hann skömm í hattinn frá mér. Og svo ætlast hann til að við sýnum samstöðu. Og hananú!
Guggan (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:15
Ég verð að segja að þetta fólk sem hefur verið að mæta á laugardögum og mótmæla eigi hrós skilið að nenna þessu. Svo eru það hettuklæddir kjánar sem skemma fyrir með einhverju sem þeir kalla mótmæli en enda alltaf með því að skemma fyrir hinum sem virðast vera að mótmæla einhverju sem ekki er vitað hvað er. Allavega hefur enginn komið fram með skýr svör hverju þeir eru að mótmæla. OK skiljanlegt að láta allt bitna á æðstu ráðamönnum þjóðarinnar en voru það þeir í raun og veru sem skelltu heimskreppunni í gang ?
Þið með hetturnar, treflana, lamhúshetturnar og annað fyrir andliti, haldið ykkur heima í stað þess að mótmæla því það hlustar enginn á ykkur þar sem mótmæli ykkar eru óskiplögð og ekkert málefnalegt með þeim
KK (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:57
Af hverju kemur Herði það við hvernig fólk klæðir sig á mótmælum. Skil ekki hvað það kemur baráttunni fyrir lýðræði og réttlæti í þjóðfélaginu við hvort fólk kýs að hafa klúta fyrir andlitinu eða ekki á mótmælum. Stórfurðulegt!
Helgi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:20
Hörður var ekki að tala við fólkið á fundinum sem var með hettur á haus vegna rigningarinnar.
Hann var að tala til þeirra sem einnig voru með klúta fyrir andlitinum. Hann var í þeirri aðstöðu að sjá til þeirra en ekki við.
Gugga. Hann var ekki að tala niður til þín né annarra. Eins og komið hefur fram þá átti hann í orðaskaki við eitthvert huglaust lambhúshettulið sem huldi andlit sín. Það gerðum við þó ekki.
101 (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:36
Get ekki skilið af hverju fólk með svo sterkar skoðanir getur ekki komið fram og fylgt þeim eftir undir nafni og án þess að fela andlit sitt. Hvað hefur þetta fólk að hræðast?
Þórður Vilberg Oddsson, 4.1.2009 kl. 18:28
Hmm...
Víkingasveitin hylur alltaf andlit sín, og enginn segir neitt.
Einhverjir anarkistar með stjörnuljós hylja andlit sín, og Hörður torfa verður brjálaður.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2009 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.