Margt um að vera á Seyðisfirði um jólin.

jolasveinar Í dag laugardag er jólatrésdansleikur Lions á Seyðisfirði haldinn klukkan 15 til 17. Tónlistarflutningur er í Umsjón Einars Braga og fleiri. Allir fá hressingu. Börnin fá gjöf. Jólasveinarnir mæta. Þetta verður gaman. Mætum, 500 kall inn, engin miskunn!

útvarpÞessa dagana er Útvarpsstöð rekin á Seyðisfirði. Útvarpað er ýmsu efni, til dæmis messum og músík og fleiru. Útvarpsstjórar eru Helgi Haraldsson og Örvar Jóhannsson. FM 101,4 er málið.

 

bridge1 Bridgemót verður haldið mánudaginn 29. desember kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni. Tvímenningur. Allir að mæta í jólaskapi. Krónur 2.000 á parið. Skráning hjá Kristinn skráir  s. 8687563.

boccia-big-b-2

Laugardaginn 3. janúar verður svo haldið hið stórskemmtilega jólamót Viljans í Boccia. krónur 1.500 á hvert 3ja manna lið. Unnur skráir í síma8618081.

Ég vek sérstaka athygli á að allir þessir aðila hafa verið með óbreytt verð í einhver ár. Hér í bæ er engin kreppa og engin verðbólga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það hefur nú aldrei kostar tvær krónur á parið fyrr. Þið eruð alltaf fyrstir, eða þannig sko. Gleðilega hátíð.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.12.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir ábendinguna Elma. ; )

Jón Halldór Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband