15.12.2008 | 12:11
Nýr tónn hjá Þorgerði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við norska blaðið Klassekampen að Íslendingar eigi engra annarra kosta völ í efnahagskreppunni en að ganga í Evrópusambandið.
Þorgerður spáir því og að sjálfstæðismenn muni samþykkja umsókn um aðild á komandi landsfundi þó með fyrirvara um sjávarútvegsmál. Umsókn gæti farið til Brussel á fyrri hluta næsta árs.
Og varaformaðurinn hefur ekki trú á að flokkurinn klofni þótt tekist verði á um tvö grundvallarsjónarmið á landsfundinum. Þar bendir hún á að norski Verkamannaflokkurinn hefur ekki klofnað þótt skiptar skoðanir hafi verði í flokknum um Evrópusambanið í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum.
Í Noregi er það samningsbundið með stjórnarflokkunum að ræða ekki Evrópusambandsaðild. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að fyrst verði að liggja fyrir hvernig samning Íslendingar hugsanlega fái í Brussel áður en Norðmenn meti afstöðuna til ESB að nýju.
Í Noregi ríkir einkum óvissa um hvort samningurinn um evrópska efnahagssvæðið stendur óbreyttur ef Íslendingar ganga í ESB. Þá yrðu aðeins Noregur og Licthenstein eftir í EES. Skoðanakannanir í Noregi benda til að andstaðan við ESB sé meiri nú en oft áður eða yfir 60% landsmanna á móti aðild.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má segja að þetta sé nokkurskonar yfirlýsing um aðildarumsókn Íslendinga. Miklar gleði fréttir í mín eyri og örugglaga fjölmargra annarra. Auðvitað eru einhverjir Sjálfstæðismenn fúlir núna, en það truflar mig ekki neitt. Mér sýnist að verið sé að leggja línurnar á nokkuð skynsamlegan hátt miðað viða aðstæður. Sameining SI og FME eftir áramót, verið að leggja fram nýjar tillögur í eftirlaunamálinu og svo framvegis. Væntanlega verður krónan okkar sett í enhver tengsl við evruna snemma á næsta ári svo hægt verði að plana framtíðina aðeins
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2008 kl. 18:28
Ég ætlaði fyrst að hafa einungis húsheitið, en ákvað svo að bæta við nafni húsbóndans og setti því nafn karlsins.
Sem var auðvitað bara rugl, því að auðvitað eru bæði hjónin höfundar að jólaskreytingunum og þó að karlinn hengi kannski upp seríurnar, þá er eiginkonan í flestum tilvikum "listrænn stílisti".
Ég er búinn að laga þetta. Takk fyrir ábendinguna.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.