Er Seyðisfjörður umhverfisvænn?

Margir segja að Seyðisfjörður sé fallegur bær.  Hér sé fallegt umhverfi.

En er Seyðisfjörður umhverfisvænn bær.   Er umhverfismálum vel sinnt hér í bænum?

Já, að sumu leyti, tel ég svo vera.  Nokkur fyrirtæki ganga mjög vel um og flokka úrgang til endurvinnslu.  Einstaklingur hér í bæ safnaði um hríð pappír til að endurnýta hann. Sveitarfélagið rekur stóran vinnuflokk sem vinnur á sumrin við að slá gras, týna rusl og flleira. Flestir íbúar hirða vel um hús sín og lóðir. Þannig að margt er vel gert í þessum málaflokki.

Mynd: Ég viss um Ólafur bæjarstjóri vildi standa í sporum Villa borgarstjóra.

Sorpmálin eru hins vegar aftarlega á þróunarskeiði.  Sáralítið er um sorpflokkun heimilssorps og mig grunar að með átaki mætti vel fá marga bæjarbúa til að standa betur að þessum málum.

Ég er að horfa í eigin barm þegar ég segi þetta, en ekki bara að benda á einhvern annan.  En best væri að frumkvæðið kæmi frá bæjarfélaginu og þá væri eðlilegast að það kæmi frá þeirri nefnd bæjarins sem fer með þessi mál.

Hins vegar skilst mér að flestar nefndir bæjarkerfisins séu óvirkar og mikið áhugaleysi ríkjandi meðal þess ágæta fólks sem þar situr.  Pólítisk virkni hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu nú í kreppunni og ganga menn þar um torg og heimta kosningar.  Við hins vegar erum, að mér finnst alltof dauf og látum lítið frá okkur heyra.

En aftur að umhverfismálunum:

 

Á því sviði geta skapast störf og verðmæti. 

Ég minntist áðan á móttöku á pappír til endurvinnslu. Ég heyrði hugmynd fleygt hér í bænum um daginn að þennan pappír mætti nýta til að búa til úr honum líkkistur.  Umherfisvænar líkkistur.

Lífrænn úrgangur ætti allur að fara í moltugerð, því að hörgull er á góðri mold hér í bænum, eins og kunnugt er. 

Stór hluti almenns heimilssorps gæti farið í annað en beina urðun og það eitt sparar okkur mikinn kostnað.

Það mælir allt með því að sinna þessum málum betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér hryllti við þegar ég flutti hingað til Akureyrar frá Egilsstöðum og sá hve Akureyringar voru aftarlega á merinni í þessum efnum. Ennþá með svarta ruslaplastpoka sem öllu er hent í og það urðað í hlíðum ofan bæjarins, þaðan sem jarðvatn rennur með ám og lækjum gegnum bæinn. Nú eru Akureyringar að taka sig á og eru að fara af stað með mikla moltugerð úr lífrænum úrgangi, pappír og öllu sem flokkast undir það. Jafnframt taka þeir upp tunnukerfi þannig að fólk flokkar í tunnur við heimili sín. Þannig hefur þetta verið á Héraði í ein 3-5 ár. Svo eru það járnahaugarnir á Seyðisfirði og gamlir ruslahaugar, sem blasa við ferðamönnum þegar þeir koma með Norrænu. Eru þeir enn til staðar?

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, það er svona ennþá, en við lítum nú samt ekki svona á málið, heldur svona:

1. Járnahaugarnir á Hafnarsvæðinu eru þarna vegna þess að þetta er "athafnasvæði". Á athafnasvæði er ekki bara fallegt dót, heldur líka ljótt dót.  Ýmsar vélar hafa dagað þarna uppi og enginn veit hver á þær, svona eins eigið fé sparisjóðanna.

2.  Svo er annað.  Hinar ýmsu vinnuvélar sem standa víða í bænum og allt um kring eru í raun sýning sem nefnist "Drög úr Vinnuvélasögu Íslands 1924-2004".  Sumir segja að það þurfi aðeins að setja skilti við viðkomandi tæki, þá er þetta ekki lengur drasl, heldur safn.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 21:48

3 identicon

Frábært að brydda upp á þessu Jón.

Ég get ekki á mér setið að minna á prenthylkin tómu sem til falla frá heimilum og fyrirtækjum. 

Bara að kíkja á heimasíðuna prenthylki.is og hringja svo í strákinn.  

Kveðja

Óli Vignir

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég verð eiginlega að biðja Ólaf afsökunar á því að nefna ekki þá starsemi sem hann hefur með höndum í þessum pistli.

Hann er með lítið fyrirtæki sem snýst um að hirða tómu prenthyklin og fá hann til að fylla á þau.

Þetta sparar pening á þrennan hátt. Minnkar kostnað okkar sjálfra við prentun, sparar þjóðarbúin gjaldeyri og sparar svietarfélaginu urðunkostnað sorps.

Og síðan en kannski ekki síst er þetta afar umhverfisvænt. Minnkar flutninga, minnkar úrgang sem þarf að urða og umbúðir sem þarf að urða, eyða eða endurvinna. 

Jón Halldór Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 17:41

5 identicon

Ég þakka Jóni fyrir að koma þessu á framfæri.

Ég er alveg sammála að við verðum að taka okkur á.

ég til að mynda er buin að vera að byrja á flokkun hægt og rólega en gengut ílla að losna við dótið.

endurvinnslan er opin einn dag í viku og þegar ég er í vinnuni,

ég hef verið að skoða hvernig þetta er gert á héraði og eru mikklar framfarir þar miða við marga staði.

ég veit til þess að akureyri er að taka sig á i þessu.

hér á Seyðisfirði er hægt að gera enn meir.

við getum komið upp

blaðagámum.

fatagámum

pappagámi

ofl.

við getum einnig safnað gler krukkum, mjólkufernum, niðursöðudósum, ofl sem hægt er að endurvinna.

ég vona að með nýju ári förum við að taka okkur á í flokkun.

ég bendi nú á að hægt er að skoða þessa hluti á

endurvinnslutinnan.is

sorpa.is

flokkarinn.is

einnig er gaman fyir krakkana að leika sér á sorpa.is og skoða leikina þar.

 áfram með umræðuna Jón og takk fyrir gott blogg

Kv Heimir  

Heimir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:23

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott að heyra frá Heimi. Það eru greinilega margir með mikinn áhuga á þessum málum.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband