7.12.2008 | 02:20
Jólaskreytingar setja svip á bæinn okkar!
Það er gaman að sjá hve fallega skreyttur bærinn okkar er orðinn.
Í tilefni af því birtist hér skoðunarkönnun um fallegustu jólaskreytinguna á einstöku húsi á Seyðisfirði.
Endilega takið þátt.
Annað vil ég nefna sem alltaf setur afar fallegan jólasvip á bæinn okkar. Það er jólatréð í Hólmanum. Við búum svo vel að hafa lygnt lón í miðbænum okkar og þess vegna nýtur jólatréð í Hólmanum sín svo vel og speglast fallega í lóninu.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður þarf kannski að skreppa yfir hólinn og skoða - bærinn ykkar er nú nógu fallegur óskreyttur, svo skreyttur Seyðisfjörður hlýtur að vera einstakt augnayndi...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 09:27
Já, það getur verið gaman að fara yfir "hólinn".
Annars státa Egilsstaðir af sérlega vel skreyttri jólagötu, sem nefnist Jólavellir, er það ekki.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 13:32
Mér finnst orðið ansi jólalegt í Botnahlíð 8. Í morgun þegar við fórum á fætur var snjór í trjánum og húsið hjá Jóhönnu og Rúnari eins og jólahús milli snæviþakinna trjánna. En allar þessar skreytingar sem eru tilnefndar eru hverri annari fallegri. Og fallegur verður jólasvipurinn í jólabænum þegar við fáum jólatré í Hólmann.
Ólafia Stefansdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:01
Ég bætti Botnahlíð 8 við. æEg er eflaust að gleyma fleiri skemmtilega skryttum húsum. Til dæmis er Garðarsvegur 8 alltaf skemmtilega skreytt og fleiri og fleiri.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 15:40
Mikið er ég ánægð með þessa könnun hjá þér, þar sem ég hef búið á stöðum (Reykjanesbær og Dalvík) þar sem mikið jólaskreytingaæði rennur á fólk í nóvember og sumir eru allt árið að viða að sér nýju og frumlegu jóladóti hef ég séð hvað jólaskreytingakeppni getur sett mikinn metnað í íbúa að vanda sig virkilega við skreytingarnar, ekki endilega að ofhlaða heldur bara að gera vel og vanda sig. svo vil ég benda á einstaklega fallegt jólahús en það er á Austurveginum hjá Guðrúnu Gísla og Klas.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:53
Bæti húsinu þeirra Guðrúnar og Klaes við.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 17:16
Já fullt af fallegum skeytingum, sérstaklega í morgun, en hvernig er það Ólafia ertu ekki farin að hringja eftir trénu í hólmann??? :)
Berglind (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:48
Jámm!
Algerlega fallegast skreytta húsið hjá Guðrúnu og Klaes!
Einfalt snyrtilegt og fallegt! - ekki ofhlaðið ! það þarf nefnilega alltaf að passa það líka.
Ingibjörg Stefáns (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:14
Tek undir með Ingibjörgu. Fallega skreytt hús þarf ekki að vera mest skreytta húsið. Heildarsvipurinn þarf að vera til staðar til að húsið teljist virkilega falega skreytt.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 00:35
Kom á Seyðisfjörð í sumar og fannst frábær bæjarstemming. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2008 kl. 01:22
Tx.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 08:06
Mér hefur alltaf fundist húsið hans Jóseps vera með fallegustu jólaskreytinguna.
Kv.Sigga Stína.
Sigga Stína (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:19
Þetta er vel upplýst og flott könnun hjá þér Jón Halldór! Það eru mörg fallega skreytt hús hér heima en það eru skreytingar á tveim húsum sem koma mér alltaf í jólaskap og það myndi vanta mikið ef þær færu ekki upp á hverju ári en það eru; Miðtún 10 hjá Rúnari Reynis og Austurvegur 9 hjá Jósep Sig. Ólíkar skreytingar en báðar virkilega flottar og síðan eru auðvitað margar ansi smekklegar eins og t.d. hjá Klas og Guðrúnu og síðan eru skreytingar hjá gömlum og góðum Garðarsvegs búum sterkt inn en mín "skreyting" kemur víst ekki inn í þá umræðu !
Ómar B., 8.12.2008 kl. 10:47
þessi könnun sýnir að sem betur fer hafa ekki alir sama smekk það væri lítið gaman ef allir skreyttu eins, málið er bara að vanda sig og þá getur útkoman ekki orðið annað en góð. Höldum áfram að gera bæinn okkar fallegan fyrir jólin og brosum upp í storminn
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.